Mánudagur 15. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Mótmælendur hrópuðu að Alþingishúsinu: „Bjarni Ben go fuck yourself!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hátt í tvöhundruð manns mætti í friðsöm en hávær mótmæli gegn árásum Ísraela á Gaza. Þegar á leið á mótmælin hópaðist tugur manna að Alþingishúsinu og hrópuðu slagorð að þinghúsinu.

Frá mótmælunum.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Talsverður fjöldi safnaðist saman í nístíngskuldanum á Austurvelli klukkan hálf tvö í dag, til að mótmæla þjóðarmorðinu á Gaza og aðgerðarleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda frá Palestínu. Karen Kjartansdóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona og Muhammad Shawa, frá Sýrlandi, héldu tilfinningaþrungnar ræður undir dynjandi lófaklappi viðstraddra. Þegar ræðunum lauk færði meirihluti hópsins sig nær Alþingishúsinu og höfðu hátt. Nokkrir stórir og stæðilegir lögreglumenn stilltu sér þá upp við húsið og höfðu auga með mótmælendunum sem hrópuðu meðal annars: „1, 2, 3, 4, occupation no more, 5, 6, 7, 8, Israel is a fascist state, 9, 10, 11, 12, Bjarni Ben go fuck yourself!“

Fleiri lögreglumenn voru sjáanlegir í nálægð við Alþingishúsið, bæði í merktum bílum og ómerktum. Starfsmenn Alþingis, ráðherra, þingmenn, öryggisverðir og aðrir, gengu iðulega í gegnum glergöng á milli húsa og virtu fyrir sér lætin, allt þar til ákveðið var að draga fyrir gluggana, sem ærði mótmælendur sem byrjuðu að hrópa: „Shame on you, shame on you, shame on you!“

Karen Kjartansdóttir flutti tilfinningaþrungna ræðu.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson
Þegar stórt er spurt.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Mannlíf var á staðnum og ræddi við lögreglumann á vettvangi og spurði hann hvort lögreglan hefði búist við færri mótmælendum og hvort það væri ástæðan fyrir því að ekki hafi settar upp grindur fyrir framan Alþingi. „Nei, nei, þetta eru bara venjuleg mótmæli, og það hafa verið önnur svona mótmæli hér að undanförnu.“

Muhammad Shawa hélt sterka ræðu.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Aðspurður hvort það væri ekki langt síðan mótmælendur færu svo nálægt Alþingi, eins og tíðkaðist á tímum Búsáhaldabyltingarinnar, játaði hann því. „Jú, reyndar er orðið svoítið langt síðan síðast.“

- Auglýsing -

Þannig að þið hafið engar áhyggjur af þessu? „Nei, er ekki verið að mótmæla ofbeldi?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -