Laugardagur 26. október, 2024
3 C
Reykjavik

Ögmundur Jónasson: „Fjárhættuspil Rauða krossins hafa lagt líf fjölda einstaklinga í rúst.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ögmundur Jónasson gagnrýnir Rauða krossinn fyrir að afla fjár með fjárhættuspili.

Hinn fyrrverandi ráðherra, Ögmundur Jónasson skrifaði færslu í fyrradag á heimasíðu sinni þar sem hann talar um Rauða krossinn og fleiri samtök og leiðir þeirra til að afla fjár.

„Samkvæmt skilgreiningu Rauða krossins telst ég varla til mannvina. Hins vegar gæti Rauði krossinn hjálpað mér að gerast mannvinur,“ Svona byrjar færsla Ögmundar.

Og heldur áfram. „Hvernig? Ég skil auglýsingar Rauða krossins nú um hátíðirnar þannig að til þess að geta kallast mannvinur hljóti maður að styðja ÖLL verkefni Rauða krossins. Á meðal þessara verkefna er að afla fjár til margvíslegs hjálparstarfs. Þar vega fjárhættuspil þungt. Fjárhættuspil Rauða krossins hafa lagt líf fjölda einstaklinga og fjölskyldna þeirra í rúst. Þetta get ég ekki hugsað mér að styðja.“

Ögmundur bendir á í lokin að fleiri samtök og hreyfingar séu farnar að afla fjár með fjárhættuspili.

- Auglýsing -

„Mikið yrði ég þakklátur Rauða krossinum ef hann gerði mig verðugan þess að geta kallast mannvinur. Slysavarnafélagið Landsbjörg mætti fara eins að svo og Háskóli Íslands og nú síðast íþróttahreyfingin, ÖBÍ  og UMFÍ sem eru farin að næra sig á óhamingju spilafíkla og ala æsku landsins upp í spilafíkn: Settu spennu í leikinn!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -