Fimmtudagur 24. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Ólga meðal íbúa í Breiðholti – Stigi í 8. sæti í hverfakosningu: „Kostaði 36 milljónir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég spurði um þennan Vúlgar [slangur: ógeðslega, ljóta] stiga í Breiðholti sem lenti í 8. sæti í kosningunni Hverfið mitt og hvort verkefnin sem voru í sæti 1 til 7 hefðu verið framkvæmd,“ skrifar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi fyrir Flokk fólksins í nýútgefinni færslu í hverfagrúppunni, Íbúasamtökin Betra Breiðholt.

Stiginn sem Kolbrún vísar til er svokallaður þrek/himnastigi sem tengir saman Efra-Breiðholt og Neðra-Breiðholt og var settur upp í kjölfar íbúakosningar inni á Betri Reykjavík árið 2021.

Stiginn sem tengir nú saman Efra-Breiðholt og Neðra. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Kolbrún bendir á að þau verkefni sem hlutu flest atkvæði í Breiðholti það árið vor: „Jólaljós í tré milli Efra og Neðra Breiðholts 1451 atkvæði; í öðru sæti nýjar ruslatunnur í hverfið sem fékk 1400 atkvæði. Í þriðja sæti bætt lýsing í hverfið og í 4 sæti jólaljós við Seltjörn.“

Stiginn hlaut 8. sæti í hverfakosningu

Eins og komið hefur fram var smíði og framkvæmd þrekstigans hvergi nærri því að vera í þremur efstu sætunum.

„Í 8. sæti með rúm 800 atkvæði var að reisa þrekstiga úr Neðra Breiðholti í Efra Breiðholt sem búið er að framkvæma. Stiginn kostaði 36 milljónir. Fjárheimild (m.kr.) 130,0“, segir Kolbrún í færslunni.

Svar borgarinnar

Var fyrirspurn Kolbrúnar vísað til umsagnar Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og var svarið svohljóðandi:
„Samanber reglum um rafrænar kosningar í Hverfið mitt er talningu atkvæða háttað sem hér segir:
1. Öll atkvæðin í viðkomandi hverfi eru talin og verkefnum raðað eftir fjölda atkvæða.
2. Því verkefni sem flest atkvæði hefur hlotið í viðkomandi hverfi er stillt upp og kostnaðurinn við verkefnið dreginn frá heildarfjárheimildinni.
3. Það verkefni sem næstflest atkvæði hefur hlotið er tekið og borið saman við það sem eftir er af fjárheimildinni. Ef verkefnið rúmast innan fjárheimildarinnar er það sett á lista valinna verkefna. Ef það rúmast ekki innan heimildarinnar er því sleppt og þriðja atkvæðamesta verkefnið skoðað.
4. Svona gengur þetta koll af kolli, þar til fjárheimildin hefur öll verið notuð eða hún orðin of lítil fyrir nokkurt þeirra verkefna sem eftir eru.
Eftir kosningar fer fram ferli hönnunar og útboðs allra þeirra hugmynda sem hljóta kosningu áður en þau eru framkvæmd. Leitast er við að hafa samráð við hugmyndasmiði og íbúaráð um framkvæmd verkefna, sérstaklega í þeim tilvikum þar sem breyta þarf hugmyndum eða staðsetningum þeirra. Einnig er hugmyndahöfundum boðið á samráðsfund með verkefnastjórn Hverfið mitt þar sem þeir geta útskýrt hugmynd sína nánar. Framkvæmdum við verkefnin sem höfnuðu í sætum 1 til 7 er flestum lokið eða nánast lokið, samanber verkefnastöðu á framkvæmdasjá Reykjavíkurborgar“

Slysagildra fyrir hunda

Þrep stigans eru útbúin götum til að hleypa í gegn vatni. Vel þekkt slysagildra fyrir hunda sem margir hafa fest klærnar í götunum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Viðbrögð Breiðhyltinga og annarra meðlima hópsins leyna sér ekki og eru flestir sammála um að smíðinn og útlit stigans séu hræðileg. Í viðtali við Mannlíf gefur íbúi og hundaeigandi í hverfinu stiganum falleinkunn. „Hönnunin er hægileg og ég skil ekki hvernig fólk á nota hann. Bert stálvirkið hentar illa til þrekæfinga án mikils hávaða. Gönguleiðin sem var áður var greiðfær – en í dag er leiðin ónothæf,“ þá útskýrir hann hvernig hönnun þrepana er skeflileg fyrir litlar loppur sem auðveldlega get fallið á milli í grindargólfi stigans auk þess að svo kölluð vatnsgöt séu gildrur fyrir klær til að festast í. Mýmörg dæmi eru um hunda sem hafa stórslasað sig eftir að festa klærnar í götunum og rifið þær af í heilu lagi.

- Auglýsing -

„Mig situr hljóðan og velti fyrir mér hvort verkið hafi verið boðið út enda kostnaður hans óhóflegur,“ bætir íbúinn við í lokin.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -