Sunnudagur 14. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Ólíkir samningar Icelandair og Play: „Svona samningar eru í raun veðmál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það sem af er ári hefur verð á þotueldsneyti hækkað um nærri helming. Í morgun hafði verð á olíu hins vegar lækkað um nærri fjóra af hundraði og eru nú rétt 110 dollarar á fatið. Kaup á þotueldsneyti eru næststærsti kostnaðarliðurinn í rekstrinum á eftir launum og hefur þessi hækkun mjög neikvæð áhrif á afkomu flugfélaga.

Verðið var hæst í byrjun mars eða um 129 dollara. Þá var stríðið í Úkraínu nýlega hafið og viðskiptaþvinganir á hendur Rússum kynntar. Þvinganirnar fólu meðal annars í sér verulegar takmarkanir á kaupum á rússneskri orku.

Sem fyrr segir vega kaup á þotueldsneyti þungt í rekstri flugfélaga en tonnið kostar í dag rétt um 1.400 dollara. Til marks um hækkunina að undanförnu þá bauðst Icelandair um miðjan febrúar að gera framvirkan samning um kaup á þotueldsneyti á seinni hluta ársins fyrir 800 dollara á tonnið.

Flugfélögin Icelandair og Play hafa bæði skrifað undir samninga um fyrirframkaup á litlum hluti af eldsneytisnotkuninni á næstu mánuðum. Kjörin hjá Icelandair hljóða upp á 664 dollara á tonnið fyrir um fjórðung af notkuninni á yfirstandandi ársfjórðungi, apríl til júní. Á næsta fjórðungi fær félagið 18 prósent af notkuninni fyrir 935 dollara á tonnið.

Samningur Play við Skeljung hljóðar upp á fimmtung af notkuninni fyrir júní til ágúst og tíund af eldsneytisþörfinni í september til nóvember. Fyrir fyrra tímabilið greiðir Play 1.210 dollara á tonnið en 1.112 dollara á seinna tímabilinu, samkvæmt Túrista.is.

Samkvæmt frétt túrista segir að: „svona samningar eru í raun veðmál þar sem annað hvort flugfélagið eða mótaðilinn tapar. Eins og staðan er í dag þá greiðir Skeljungur með samningnum því heimsmarkaðsverðið um 15 prósentum hærra en sem nemur samningsupphæðinni. Samkomulagið nær hins vegar út nóvember og því ekki útséð með hvort það verður Play eða Skeljungur sem græðir á samningnum um þotueldsneytið þegar hann verður gerður upp í lok árs.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -