Miðvikudagur 27. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Ómar lögmaður segir eina manneskju vera tvo Rúmena: Morgunblaðið birtir uppspunann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ómar R. Valdimarsson lögmaður heldur því fram í viðtali við Morgunblaðið að ofgreiðsla sem honum var gert að endurgreiða hafi verið hafi verið vegna tveggja rúmenskra karla sem lentu í bílslysi en ekki einnar manneskju. Mannlíf sagði upphaflega frá þessu máli sem staðfest er að snýst um einstakling sem slasaðist í bílslysi. Frásögn Ómars í Morgunblaðinu vekur undrun þeirra sem komu að úrskurðinum og þekkja til mála. Þykir heimildarmönnum Mannlífs að lögmanninum hefði mátt vera ljóst að tilbúningur hans um Rúmenana tvo hlyti að komast upp.

Skjáskot úr úrskurði

Í niðurstöðu Úrskurðarnefndar lögmanna er talað er um einn sóknaraðila. Í viðtalinu við Morgunblaðið segir Ómar úrskurðarnefnd lögmanna á villigötum í máli sem tekið var fyrir þann 14.mars síðastliðinn. Þar var Ómari gert að endurgreiða skjólstæðingi sínum 1.859.801 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti að frádregnum innborgunum vegna vinnu sinnar við innheimtu slysabóta. Staðfest er að þarna er einungis um að ræða eitt fórnarlamb en ekki tvo menn.

Hótar málsókn

Úrskurðanefnd lögmanna skipa Valborg Þ. Snævarr, Einar Gautur Steingrímsson og Kristinn Bjarnason. Varamenn nefndarinnar eru Hulda Katrín Stefánsdóttir, Grímur Sigurðsson og Helgi Birgisson. Í viðtalinu við Morgunblaðið segir Ómar það einnig athugunarefni að í úrskurðarnefnd sitji þrír lögmenn sem eru í samkeppni við aðra starfandi lögmenn og bætir við að hann hafi fengið til sín viðskiptavini sem áður hafa fengið þjónustu lögmanna sem sitja í nefndinni. „Það er ekki bara einkennilegt heldur algjörlega óforsvaranlegt að nokkrir lögmenn á litlum samkeppnismarkaði fari með agavald yfir kollegum sínum,“ sagði Ómar ósáttur og boðaði að hann myndi fara með málið fyrir dómstóla.

Áður áminntur

Þetta er ekki vera í fyrsta sinn sem vinnubrögð Ómars eru talin ámælisverð en hefur verið fjallað um nokkur þeirra mála í fjölmiðlum á undanförum árum. Var það árið 2018 er Ómar var áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna vegna háttsemi sinnar í garð umbjóðanda síns fyrir að gefa út tilhæfulausan reikning. Í úrskurði héraðsdóms var kveðið á um að þóknun Ómars, 148 þúsund krónur, greiddist úr ríkissjóði. Fyrir Hæstarétti var þóknun Ómars 124 þúsund krónur til viðbótar. Ómar taldi upphæðina aðeins ná yfir hluta þeirrar vinnu sem hann vann og gaf hann út reikning bæði vegna aksturs og upphæðar sem vantaði, alls rúmlega 325 þúsund krónur. Úrskurðanefndin taldi hvorki lögbundna né samningsbundna stoð fyrir reikningnum sem var í kjölfarið felldur niður.

Þá taldi Landsréttur vinnubrögð Ómars sérstaklega aðfinnsluverð í dómi þann 25.mars árið 2022 eftir að Ómar áfrýjaði dómi héraðsdóms þar sem byggt var á því að lögmaður skjólstæðings hans hafi sýnt af sér saknæma háttsemi við vinnslu og frágang kaupmála. Niðurstaða héraðsdóms sem var staðfest af Landsrétti var að lögmaðurinn hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi og var hann sýknaður af kröfum skjólstæðings Ómars.

Landsréttur tiltók sérstaklega í niðurstöðu sinni að endurrit frá Ómari fyrir Landsrétti af aðila- og vitnaskýrslum í héraði voru afar ónákvæm og á köflum villandi. Var lögmanninum sem Ómar höfðaði málið gegn því nauðsynlegt að leggja fram rétt endurrit. Landsréttur taldi þennan frágang á gerð endurritanna sérstaklega aðfinnsluverðan.

- Auglýsing -

Þá braut Ómar einnig gegn reglum nr. 2/2018 um málsgögn í einkamálum. Samkvæmt reglunum ber lögmanni að hafa samráð við lögmann gagnaðila um gerð málsgagna og hvaða skjölum sem lögð voru fram í héraði væri ofaukið vegna flutnings málsins fyrir Landsrétti. Ómar staðfesti við aðalmeðferð málsins að hann hafi ekki gætt að þessu. Þá hafi Ómar einnig án nokkurs samráðs sleppt því að leggja fram þrjú héraðsdómsskjöl án þess þó að vekja athygli á því með því að geta þeirra í efnisskrá fremst í málsgögnum sem yfirstrikaðra skjala. Landsréttur sá sig knúinn til að átelja þessi vinnubrögð sérstaklega í niðurstöðum sínum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -