Mánudagur 22. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Palestínska stúlkan fær íslenskan ríkisborgararétt: „Við glötuðum öllu á Gaza“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Asil al Masri, 17 ára stúlkan sem missti fjölskylduna sína í árás Ísraelshers á Gaza, fær íslenskan ríkisborgararétt. Bróðir hennar býr hér á landi.

Á síðustu dögum Alþingis fyrir jólafrí fengu tuttugu erlendir ríkisborgarar íslenskan ríkisborgararétt en samkvæmt RÚV er þar á meðal er hin 17. ára Asil al Masri, frá Palestínu. Sagt var frá henni í fjölmiðlum í lok nóvember en hún dvelur nú á Egypsku sjúkrahúsi eftir að hafa missti fótlegg í loftárás Ísraelshers. Öll fjölskylda hennar lést í árásinni, fyrir utan bróður hennar, Suleiman al Masri, en hann býr á Íslandi og hefur gert í nokkur ár. Vonuðust systkinin eftir því að sameinast og nú er komið í ljós að af því verður.

„Við glötuðum öllu á Gaza. Við eigum ekki hús og enga fjölskyldu. Hún er undir átján ára og enn barn,“ sagði Suleiman í samtali við RÚV. Sagði hann að systir sín væri einmana, undir gríðarlegu álagi og hafi gengið í gegnum mikinn missi.

Sjálf vonast Asil eftir því að fá gervifót á Íslandi. Þá dreymir hana um frekara nám á Íslandi en hún hefur náð góðum árangri í námi og vill halda áfram. „Mig dreymir um að geta stundað nám án þess að vera í hjólastól. Það er von mín.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -