Föstudagur 19. júlí, 2024
13.8 C
Reykjavik

Ráðist á Erlu og Andreu í Suður-Afríku: „Hann náði að berja mig al­veg frek­ar illa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ráðist var á Erlu og Andreu í Höfðaborg í Suður-Afríku

Ráðist var á íslenskar stelpur í fyrradag í Höfðaborg í Suður-Afríku. Var maðurinn vopnaður skotvopni og steini og barði hann aðra þeirra.

„Hann náði að berja mig al­veg frek­ar illa í kring­um aug­un,“ sagði Erla Egilsdóttir í samtali við mbl.is en með henni í för var Andrea Heimisdóttir. Náði glæpamaðurinn bakpoka Andreu og hafði hann með sér á brott. Eftir að hafa náð að flýja manninn komust þær á sjúkrahús.

„Það voru all­ir mjög hjálp­leg­ir og það var kona sem gaf okk­ur gos og súkkulaði þegar hún skutlaði okk­ur heim af sjúkra­hús­inu,“ sögðu vin­kon­urn­ar um málið en þær ætla að halda ferðinni áfram þrátt fyrir þessa uppákomu.

„Þetta var al­veg mikið sjokk en við ætl­um ekki að láta þetta stoppa okk­ur,“ sögðu þær tvær að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -