Ragnheiður Ásta látin

Deila

- Auglýsing -

Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, fyrrverandi útvarpsþula hjá Ríkisútvarpinu, er látin, 79 ára að aldri.

Ragnheiður starfaði hjá RÚV í 44 ár, en hún lét af störfum árið 2006. Hún er ein þekktasta þula útvarpsins fyrr og síðar.

Eiginmaður Ragnheiðar, Jón Múli Árnason, þulur og tónskáld, lést 1. apríl árið 2002. Dóttir þeirra er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Ragnheiður átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi, Pétur Gunnarsson, blaðamann,  sem lést 23. Nóvember árið 2018, Eyþór Gunnarsson, tónlistarmann, og Birnu Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra hjá Háskóla Íslands.

Foreldrar Ragnheiðar voru Ingibjörg Birna Jónsdóttir og Pétur Pétursson, þulur hjá RÚV, enda sagðist Ragnheiður nánast hafa alist upp hjá RÚV. Hún bauð sig fram fyrir Sósíalistaflokkinn í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík árið 2018,  í 31. sæti listans. Fyrir kosningarnar rak hún sögu sína á vef flokksins þar sem hún sagðist alltaf hafa verið róttækari en foreldrar sínir og krafðist jöfnuðar í þjóðfélaginu.

- Advertisement -

Athugasemdir