Laugardagur 27. apríl, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Rautt ljós bjargaði pari sem hjálpað var af Ingólfsfjalli: „Þetta er lúmskara fjall en af er látið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljóst er að mun verr hefði getað farið þegar pari var bjargað af Ingólfsfjalli í gærkvöldi.

Að sögn heimamannsins Hannesar G. Ingólfssonar, bónda á Litla-hálsi, hefði getað farið illa hjá parinu sem bjargað var af Ingólfsfjalli í gærkvöldi. Hannes aðstoðaði lögregluna sem mætti á staðinn en björgunarsveit fór upp á fjallið á hjólum og bíl. Björgunin tók að sögn Hannesar um fjóra klukkutíma.

„Þau voru með rautt ljós með sér, sem björguðu þeim, má segja,“ sagði Hannes í samtali við Mannlíf. Aðspurður hvort parið hefði verið í hættu stödd í gærkvöldi svaraði Hannes:„Þau voru vel klædd, það var ekkert að því. Og voru með eitt rautt ljós, þannig að við sáum þau. En það var svolítið erfitt að komast að þeim í myrkrinu. Það var ekki æskilegur staður sem þau voru á.“ Mannlíf spurði Hannes hvað hann ætti við með því. „Þau voru uppi á fjallinu og voru farin að leita niður en á stað sem er í raun og veru bara slæmur. Ég ráðlegg fólki ekki að fara þar niður. Það er hægt fyrir mjög vana í björtu.“

Hannes segir að parið, sem líklegast eru íslensk, hafi verið í göngutúr frá Hveragerði. „Björgunarsveit frá Hveragerði fór á hjólum eftir fjallinu, á norð-austur horninu á fjallinu, þar voru þau. Og sitthvoru megin við þau var bara ekki hægt að fara niður. Að austanverðu eru gil sem eru mjög slæm. Ég ráðlegg engum að fara þangað.“

Rauða ljósið bjargaði parinu að sögn Hannesar. „Þetta hefði getað farið verr en rauða ljósið sem þau voru með, það bjargaði þeim mikið.“ Varðandi Ingólfsfjall sagði bóndinn: „Þetta er aðeins lúmskara fjall en af er látið.“ Tók hann svo fram að aðstæðurnar hefðu ekki getað verið betri í gær, þrátt fyrir kuldann. „Ég hefði ekki upp á það ef það hefði verið vestanátt. Hún er slæm hér hjá okkur, sem er skrítið svona inn í landi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -