Fimmtudagur 18. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Rökþrot alþingsmanns VG: „Það eru líka fullt af innfæddum Grikkjum sem hafa ekki aðgang að því,“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í Silfrinu, síðastliðinn sunnudag, bauð Egill Helgason, umsjónarmaður þáttarins, til sín alþingismönnunum Eyjólfi Ármannssyni, Diljá Mist Einarsdóttur, Jódísi Skúladóttur og Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur. Egill stýrði samræðunum að stöðu flóttafólk og útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra sem hefur verið til umræðu á Alþingi.

Hart var tekist á um málefnin og bendir Arndís að flóttafólk sem hefur fengið vernd á Grikklandi hafi sannarlega ekki fengið vernd. „Fólk áttar sig til dæmis ekki á því hvaða verndarleysi felst í því að vera húsnæðislaus. Ef ég bý ein með barnið mitt þriggja ára í tjaldi og einhver ætlar að taka það af mér – Hvað ætla ég að gera?“ og bendir á að hún muni ekkert geta gert. Arndís bendir jafnframt á að einungis brotabrot af flóttamönnum sem leiti eftir vernd á Íslandi tilheyri þessum hópi. Hún bendir á að ástandið í Grikklandi sé orðið það slæmt að Þýskaland hugleiði nú að hætta að senda fólk aftur til Grikkalands.

Jódís Skúladóttir alþingsmaður VG hefur mál sitt á að segja að um ræði hugsanlegan orðaleik og segir: „Sko staðan er þannig; Þú ert að flýja frá stríðshrjáðu landi og kemur til Grikklands. Þá er búið að veita þér vernd frá því ástandi sem þú ert að flýja.“ Og bætir við: “Færðu húsnæði, heilbrigðisþjónustu, atvinnutækifæri? – Það er ekkert víst„

„En það eru líka fullt af innfæddum Grikkjum sem hafa ekki aðgang að því,“ bendir hún á.

Jódísi hefur mætt hörð gagnrýni víðs vegar í samfélaginu í kjölfarið og vilja margir meina að alþingismaðurinn hafi komist í rökþrot þegar hún stillir saman tveimur minnihlutahópum til að jafnrétta þann skort á mannúð og skilning þessum hópum mæti. Megin vandinn felist í að innviðir Grikklands standast ekki álagið og þörf sé á að önnur ríki aðstoði.

Nýtt útlendingafrumvarp

- Auglýsing -

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir alþingismaður Pírata, og fyrrum lögfræðingur Rauða kross Íslands, hefur barist hart gegn frumvarpinu og segir það ómögulegt. Hún vill meina að frumvarpið leysi ekki neina af þeim áskorunum sem íslenska ríkið stendur frammi fyrir og að frumvarpið sé auglýst undir því yfirskyni að það eigi að auka skilvirkni og staumlínulaga kerfið: „Og virðist fólk gleypa við því – En það er bara alls ekki tilfellið,“ fullyrðir hún og bætir við að alla heildarsýn virðist vanta og minni frumvarpið meira á óskalista starfsfólks Útlendingastofnunar. Arndís bendir jafnframt á að með reynslu síðustu mánaða í móttöku flóttafólks frá Úkraínu, að ekki sé þörf á að gera lagabreytingar til að tryggja skilvirkni í kerfinu. Og segir að megin forsendur að baki nýs frumvarp sé til að sporna gegn misnotkun, og um forsendurnar segir hún: „Þær eru bara svo rangar“. Arndís vill meina að misnotkunin sé sáralítil og ekki vandamálið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -