Miðvikudagur 24. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Sæunn er afar ósátt við Seðlabanka Íslands: „Fyrstu kaupendur eru ekki vandamálið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka veðsetningarhlutfall á fyrstu kaupendur á fasteignamarkaði úr 90% í 85% hefur sætt mikillar gagnrýni í samfélaginu, sem má sjá á samfélagsmiðlum sem og í pistlagreinum blaðanna. Sæunn I. Marínósdóttir viðskiptafræðingur bjó til þráð á Twitter-reikningi sínum þar sem hún gagnrýnir Seðlabankann harðlega.

Segir hún hvorki fyrstu kaupendur né verðtrygginguna vera vandmálið. Sæunn gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta þráðinn í heild sinni. Þráðurinn byrjar á eftirfarandi orðum:

„Ég er viðskiptafræðingur af fjármálasviði, löggiltur verðbréfamiðlari, master í alþjóðaviðskiptum. Skrifaði BS ritgerð um verðtryggingu íbúðalána, handreiknað greiðsluflæði ýmiss konar lána. Þori að fullyrða að FYRSTU KAUPENDUR ERU EKKI VANDAMÁLIÐ OG EKKI VERÐTRYGGINGIN HELDUR.“

Sæunn hélt svo áfram:

„Eignamyndun einstaklinga í fasteignum er miklu tengdari hækkun markaðsverðs en niðurgreiðslu höfuðstóls. Við borgum flest leigu eða lánaafborganir af heimilum okkar. Það ætti að vera sjálfsagt að fá að borga minna af eigin húsnæði (lán) en meira af fasteign annarra (leiga). Það að hindra innkomu fólks á fasteignamarkað og festa það endanlega í klóm leigumarkaðarins veldur enn meiri neyð og fátækt. Seðlabankinn er að viðhalda og auka stéttaskiptingu í þessu landi í stað þess að slá á putta hinna ríku sem græða á breytingunum.“

En hvaða lausn er Sæunn þá með fyrir landann? Hún nefnir í þræðinum fjórar leiðir sem hægt væri að fara:

- Auglýsing -

„Hvað með að: 1) skattleggja rækilega hagnaðardrifna útleigu íbúðarhúsnæðis, 2) skattleggja íbúðaeign einstaklinga umfram eina, 3) liðka verulega fyrir byggingu smáíbúða non-profit félaga, 4) taka greiðslusögu leigjenda gilda sem sönnun á greiðslugetu afborgana…“

Bætir hún svo við dæmum um fólk sem staðið hefur í skilum á 250 þúsund króna leigugreiðslum í mörg ár.

„Ef man núvirðir allar framtíðar afborganir húsnæðisláns kemur í ljós að það skiptir litlu máli hvernig lán er tekið, heildarendurgreiðslan er svipuð. Bankinn fær þá ávöxtun sem hann ætlar, sama hvernig lánið er strúktúrað. Þetta veit seðlabankastjóri þó hann haldi öðru fram.

- Auglýsing -

Ímyndum okkur fólk sem hefur staðið skil á 250þ leigugreiðslum í mörg ár. Í gær fengu þau greiðslumat upp á 115þ kr afborgun á mánuði, mánaðarleg byrði lækkar um 135þ. Í dag þurfa þau að standast mat upp á 180.000 kr til að vernda hagkerfið og fá því ekki lán. Make it make sense. Verðbólgan er að sjálfsögðu reiknuð inn í óverðtryggðu lánin með hærri vöxtum. „The house always wins“. Það að fólk megi ekki lengur taka verðtryggt lán með lægri afborgun án þess að standast greiðslumat fyrir allt aðrar og hærri forsendur er bilun.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -