Kristinn Hrafnsson bendir með köldum hætti á sinnuleysi margra þegar snýr að þjóðarmorðunum sem eiga sér stað í rauntíma og í beinni útsendingu á Gaza, í nýrri færslu á Facebook.
Færslan er stutt en sterk. Þar líkir hann sinnuleysi almennings varðandi það sem er að gerast á Gaza, við sinnuleysi þýsku þjóðarinnar í seinni heimstyrjöldinni. Birti hann skjáskot við færsluna, frá frétt af nýjustu dánartölu Palestínumanna en hún er komin upp í að minnsta kosti 19.677 manns. Ljósmynd af látnum börnum í reifum fylgir fréttinni.
Færslan:
„Jólapakkarnir á Gaza.
Lilja nokkur skrifar athugasemd við færsluna þar sem hún furðar sig á orðum Kristins. „getur þú útskýrt nánar hvað þú meinar ? Ég vil ekki trúa því að þú sért í alvörunni að segja það sem ég les út úr þessu.“
Þessu svarar Kristinn um leið: „Það sem ég skrifa er skýrt og ekkert flókið að skilja það. Að þú skulir eiga erfitt með að trúa þínum skilningi er einmitt huti af vandanum.“