2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Eimskip áfram í varnarbaráttu: Ráðleggja fjárfestum að selja

Hagfræðideild Landsbankans hefur minnkað verðmat sitt á Eimskip um nærri helming og hvetur fjárfesta til að selja eða minnka eign sína í félaginu. Að mati hagfræðinganna stendur félagið frammi fyrir mikilli óvissu á næstu mánuðum.

Uppgjör Eimskips, sem birt var á dögunum, var það versta frá hruni og langt undir væntingum. Breytingar hafa átt sér stað í stjórn fyrirtækisins og tók Vilhelm Þorsteinsson við forstjórastöðunni af Gylfa Sigfússyni.

Verðmat Hagfræðideildar Landsbankans hljóðar upp á 158,2 á hlut, samanborið við 295,4 í síðustu greiningu. Þar segir:

„Við teljum að félagið verði áfram í varnarbaráttu árið 2019 vegna loðnubrests og lítils vaxtar í öðrum útflutningi, Brexit, óvissu í hagkerfinu (sem hefur þegar haft áhrif á magn innflutnings), kjarasamninga og verðsamkeppni í flutningum til og frá Íslandi.“

Þá sé enn beðið eftir samþykki samkeppnisyfirvalda á samstarfi við Royal Arctic Line sem sé stór forsenda fyrir kaupum félagsins á tveimur nýjum skipum sem eru sérútbúin til siglinga við heimskautaskilyrði. Annar stór áhættuþáttur séu breytingar á losunarstöðlum frá og með 1. janúar 2020 sem leiði til kostnaðarhækkana hjá skipafélögum. Loks sé Samkeppniseftirlitið enn með félagið til rannsóknar vegna meintra samkeppnisbrota.

AUGLÝSING


En útlitið er ekki alsvart og telja hagfræðingar bankans að EBITDA Eimskips hækki á árinu. Þá séu möguleikarnir við Royal Arctic Line mögulega vanmetnir og skipulags- og áherslubreytingar gætu aukið arðsemi. Hins vegar, miðað við verð félagsins á markaði og ytir áhættuþætti, sé ekki hægt að mæla með kaupum á félaginu.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is