Þriðjudagur 16. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Segir unga karlmenn sýna kvenfyrirlitningu í sundi: „Fara ekki eftir því ef kona segir eitthvað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, segir unga karlmenn sýna kvenfyrirlitningu.

Þann 11. september var haldin fundur í Íbúaráði Laugardals þar sem málefni hverfsins voru rædd. Þangað var Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, fenginn til ræða framtíð laugarinnar en til stendur að laugin muni taka miklum breytingum á næsta áratug. Á fundinum var ýmislegt rætt og nefndi Árni sérstaklega að hegðun marga ungra karlmanna væri slæm í lauginni.  

„Það er til dæmis eitt sem við erum glíma ótrúlega mikið við. Við erum með mikið af ungum drengjum, 11, 12, 13 upp í 25, sem er bara glíma við kvenfyrirlitningu,“ sagði Árni á fundinum. „Starfsfólkið mitt er að glíma við ofboðslega mikinn dónaskap og ókurteisi af völdum hópum sem fara ekki eftir því ef kona segir eitthvað en ef það kemur karl og segir eitthvað þá gengur okkur betur,“ og þegar Árni var spurður hvort um ferðamenn væri að ræða neitaði hann því og sagði þetta væru íslenskir strákar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -