Miðvikudagur 1. maí, 2024
4.1 C
Reykjavik

Segja föðurbróðir Ásmundar Einars hafa ekið á föður sinn: „Valdimar ók þá á hliðið sem gaf eftir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harðar fjölskyldudeilur standa í Dalabyggð vegna umsvifa og gjörða Daða Einarssonar og sonar hans, Ásmundar Einars Daðasonar ráðherra. Deilt er um jörðina Lambeyrar sem var í eigu átta systkina, afkomenda Einars Valdimars Ólafssonar.

Jörðin fór á uppboð eftir að Daði hafði skuldsett eignirnar upp í rjáfur. Í framhaldi af uppboðinu leystu þrjú af fyrrverandi eigendum jörðina til sín og eru nú löglegir eigendur hennar. Síðan hefur ríkt stríðsástand með málaferlum og kærumálum. Ráðherrann núverandi er sakaður um innbrot í hús sem feðgarnir byggðu á sínum tíma á jörðinni. Faðir hans er sakaður um skemmdarverk. Lögregla hefur verið kölluð til en aðhefst að sögn ekki.

Skúli Einarsson, bróðir Daða, er eitt syskinanna sem leystu til sín jörðina. Eftir að deilur hafa staðið árum saman ákváðu dætur hans að grípa til þess örþrifaráðs að stofna hlaðvarp til þess að lýsa sinni hlið á málinu. Nafn hlaðvarpsins er Lömbin þagna ekki. Fyrsti þátturinn var sendur út í nótt. Systurnar þrjár rekja þar atburðarás sem er vægt sagt mögnuð og hlaðin ógnarviðburðum og áhugaleysi yfirvalda. Lýst er innbroti Ásmundar Einars í íbúðarhús á jörðinni. Þá segir frá því að hlassi af skít var sturtað við húsið. Ása segir að systurnar hafi ekki séð aðra leið færa en stofna hlaðvarpið.
Nýr þáttur af hlaðvarpinu var birtur í dag. Þar segja systurnar frá eigandafundi sem haldinn er árlega og fór fram þann 3.ágúst síðastliðinn. Valdimar Einarsson, föðurbróðir Ásmundar Einars sat fundinn fyrir hönd bróður síns.

„Eftir eigendafund 3. ágúst s.l. að Dönustöðum gleymdi pabbi okkar tösku (með fartölvu og skjölum) í Dönustaðabænum.

Valdimar Einarsson tók töskuna í vitna viðurvist og áttu þau sem það sáu von á því að hann myndi skila töskunni strax til Skúla. Það gerði hann ekki. Daginn eftir fékk pabbi staðfest að Valdimar hafi tekið töskuna. Skúli reyndi að hringja í Valdimar en var ekki svarað. Eftir að breyta öllum lykilorðum, þá ákvað hann að fara vestur til þess að freista þess að endurheimta töskuna. Ása var með í för.

Valdimar, ásamt bróður sínum Daða Einarsyni (faðir ráðherra), var á leið í heyskap í Skógskot. Enn var reynt að hringja í Valdimar en hann svaraði ekki. Skúli reyndi að fá Valdimar til að stoppa við Skógskot til að ná tali af honum og spyrjast fyrir um töskuna og fartölvuna sína (sem inniheldur mikilvæg persónuleg gögn). Valdimar stoppaði ekki en keyrði áfram og á Skúla með dráttarvélinni. Skúli náði að komast aðeins framar og lokaði hliðinu að Skógskoti og stóð fyrir aftan það. Valdimar ók þá á hliðið sem gaf eftir og skall á Skúla áður en hann náði að forða sér. Við bendum á að Skúli er með slitna hásin, hann haltrar að staðaldri, og getur ekki hlaupið eða hreyft sig hratt. Valdimar keyrði áfram, yfir hliðið og eyðilagði það. Skúli fékk mar á hné, olnboga og úlnlið. Mikil mildi er að ekki fór verr. Þetta hlið, og Skógskot í heild sinni, er í eigu tengdaforeldra hans Ásmundar Einars Daðasonar, ráðherra Framsóknarflokksins.“

- Auglýsing -

Myndband af árásinni má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -