Mánudagur 15. júlí, 2024
14.8 C
Reykjavik

Sema er æfareið: „Ég krefst þess að ríkislögreglustjóri dragi þessi ósannindi til baka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris og baráttukona fyrir réttindum flóttafólks, sakar ríkislögreglustjóra um lygar. Í Facebook-færslu sinni sem birtist í gærkvöldi segir hún ríkislögreglustjóra ljúga upp á almenning í svörum sínum við erindi umboðsmanns Alþingis.

Í kjölfar brottflutnings hælisleitanda í hjólastól hóf umboðsmaður að athuga mál Hussein Hussein þann 2.nóvember síðastliðinn. Í gær var greint frá því að umboðsmaður hefði lokið athugun. Ástæða þess hafi verið sú að ríkislögreglustjóri sagði til skoðunar að útvega lögreglubifreið til þess að flytja fólk í hjólastól.Í svari ríkislögreglustjóra segir að staðið hafi til að flytja Hussein í bifreið sem ætluð er hjólastólum. Þær áætlanir hafi breyst vegna mótmæla og einstaklinga sem reyndu að koma í veg fyrir brottflutninginn. Þarna segir Sema ríkislögreglustjóra fara með ósannindi.

„Það er auðvitað hlægilegt að ríkislögreglustjóri skuli halda því fram að lögreglan, sem taldi á tímabili fleiri en 20 lögregluþjóna, hafi ekki getað „tryggt öryggi“ Hussein og fjölskyldu fyrir mótmælendum. Fjölskyldunni stóð allan tímann miklu meiri ógn af lögreglunni en okkur sem voru mætt til að sýna fjölskyldunni stuðning. Það stóð aldrei til að reyna að koma í veg fyrir brottvísunina og það var ALDREI reynt að hindra störf lögreglu. Við vitum það alveg að við hefðum öll verið handtekin ef svo hefði verið,“ skrifar Sema í færslunni og bætir við: „Ég krefst þess að ríkislögreglustjóri dragi þessi ósannindi til baka og biðjist afsökunar á að ljúga upp á almenna borgara!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -