Þriðjudagur 22. október, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Séra Friðrik rifinn niður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Styttan af séra Friðriki verður ekki til sýnis við Lækjargötu.

Styttan af séra Friðriki Friðrikssyni hefur verið rifin niður af borgaryfirvöldum en ákvörðun um slíkt var tekin af borgarráði í nóvember í fyrra. Sú ákvörðun var tekin í kjölfar þess að bók, sem sagnfræðingurinn Guðmundur Magnússon sendi frá sér, sem fjallar um ævi séra Friðriks kom út. Í henni greinir sagnfræðingurinn frá því að séra Friðrik hafi káfað á 11 ára dreng í sunnudagaskóla. Í bókinni er haft eftir manni á áttræðisaldri að aðrir piltar hefðu upplifað slíkt hið sama.

Áfallið var mikið fyrir marga en séra Friðrik hefur verið dásamaður af þjóðinni áratugum saman en styttan við Lækjargötu sýnir séra Friðrik með ungum dreng. Margir gagnrýndu þessa ákvörðun borgarráðs og var séra Friðrik Schram einn þeirra. Hann sagði meðal annars í pistli í október að séra Friðrik hafi ekki haft getu vegna aldurs og líkamsástands til að áreita aðra kynferðislega. Sjálfur þótti Friðrik Schram umdeildur í starfi og fór til að mynda aldrei í felur með andúð sína á samkynhneigðu fólki.

Styttan verður sett í geymslu Listasafns Reykjavíkur en styttan var reist árið 1955 og er eftir Sigurjón Ólafsson. Hann hefur þótt einn af bestu myndhöggvurum þjóðarinnar.

Vísir greindi fyrst frá.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -