Mánudagur 17. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Sigmundur segir að nú þurfi ríkisstjórnin að stjórna: „Dugar ekki lengur að fela sig á bak við sérfræðinga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar, vegna útbreiðslu COVID-19, í pistli sem hann birtir í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni Nú þarf stjórnin að stjórna.

Hann segir að nú þurfi stjórnvöld að bregðast við með „mjög afgerandi hætt“ í stað þess að „fela sig á bak við sérfræðinga“. „Það dugar ekki lengur að fela sig á bak við sérfræðinga.“

Hann segir að efnahagsleg áhrif vegna útbreiðslu COVID-19 geti orðið mikil hér á landi. „Þetta kallar á afdráttarlaust inngrip stjórnvalda. Það mun þurfa að lækka skatta á fyrirtæki og e.t.v. veita þeim aukið svigrúm til skila. Bankar þurfa að vinna með fyrirtækjum til að gera þeim kleift að standa í skilum frekar en að yfirtaka þau. Íslensk fyrirtæki hafa lengi ofgreitt tryggingagjald. Nú þarf að snúa því dæmi við og leyfa fyrirtækjunum að njóta góðs af þeim tryggingum sem þau hafa lagt inn fyrir til að lágmarka uppsagnir. Kerfið mun þurfa að sýna aukið svigrúm og sveigjanleika. Ryðja þarf úr vegi hindrunum. Hætta að eltast við menn eins og bóndann sem var að rækta silung til sjálfsþurftar í eigin tjörn. Leggja þess í stað áherslu á að þjónusta þá sem vilja framkvæma og framleiða. Ríkið mun þurfa að auka fjárfestingu í innviðum til að viðhalda fjárfestingu og atvinnustigi en á sama tíma þarf það að spara annars staðar, draga úr ímyndarpólitík og öðru prjáli,“ leggur Sigmundur til í pistli sínum.

Hann segir að nú þurfi allir að leggjast á eitt til að lágmarka skaðann. „Aðalatriðið er að ríkisstjórnin sýni viðbrögð sem eru í samræmi við umfang vandans og til þess fallin að takast á við hann.“

Sigmundur segir að nú þurfi ríkisstjórnin að þora að taka ákvarðanir. „Þegar mikið liggur við þarf ríkisstjórn að taka af skarið, taka ákvarðanir og þora að bera ábyrgð á þeim, enda þótt allt sem gjört er við slíkar aðstæður orki tvímælis. Við munum veita ríkisstjórninni allan stuðning við að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir til að takast á við þennan fordæmalausa vanda. Við Íslendingar höfum áður náð einstökum árangri í að takast á við einstakan vanda. Nú er aftur þörf á slíkum aðgerðum,“ skrifar Sigmundur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -