Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Skaðabótaréttur flugfarþega – Tjón neytenda getur verið umtalsvert

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Upp á síðkastið hefur töluvert borið á fréttum sem snúa að seinkunum og aflýsingum á millilandaflugi. Getur tjón neytandans verið talsvert þar sem slíkar seinkanir geta leitt til tapaðs tengiflugs eða gistinátta. Borið hefur á því að flugfélögin upplýsi farþega ekki fyllilega um réttindi þeirra. Í kjölfarið hafa lögmenn í auknum mæli boðið fram þjónustu sína við að sækja staðlaðar skaðabætur. Þóknun þjónustunnar er þá hlutfall skaðabótanna. Óþarfi er fyrir neytandann að greiða milliliði fyrir slíka þjónustu þar sem ferlið er auðveldara en margir halda og réttur flugfarþegans að jafnaði ótvíræður. Neytendasamtökin hafa fjallað um málið í Neytendafréttum.

Barnaleikur að sækja bætur

Auðvelt er fyrir neytendur að sækja sér bætur að kostnaðarlausu. Neytendasamtökin benda á skaðabótareiknivél þar sem ítarlegar upplýsingar um hver réttindi flugfarþegans eru þegar flugi seinkar eða er aflýst.

Samgöngustofa annast kvartanir flugfarþega og að greiðir úr ágreiningi; vegna tilfærslu yfir á lægra farrými, mikillar seinkunar eða niðurfellingar flugs. Þjónusta Samgöngustofu er neytendum að kostnaðarlausu en fylla þarf út sérstakt eyðublað sem finna má hér.

Evrópska neytendaaðstoðin (ECC) aðstoðar neytendur búsetta í öðru landi en því sem flugfélagið starfar frá. Er þjónustu Evrópska neytandaaðstoðarinnar neytendum að kostnaðarlausu. Allar frekari upplýsingar um reglur skaðabóta má sjá hér.

Neytendasamtökin

Innifalið í ársgjaldi félagsmanna Neytendasamtakanna er aðstoð við að leita réttar síns og annast samtökin milligöngu ef þörf er á. Árgjald samtakanna er 6500 kr.

Hér má lesa fréttir samtakanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -