Föstudagur 12. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Skipverja í mikilli hættu bjargað af þyrlu Landhelgisgæslunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skipverji kallaði í gærkvöldi eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar eftir að leki kom á bát hans á Faxaflóa, skammt frá Gróttu. Björgunarbátar í nærliggjandi bæjarfélögum voru sendir á staðinn sem og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Tók fyrstu viðbragðsaðila um 40 mínútur að mæta á svæðið. Þá hafi báturinn verið farinn að halla talsvert og sjór flætt inn. Sigmenn Landhelgisgæslunnar sóttu manninn, sem var með skerta meðvitund, í bátinn og var flogið með hann á spítala.

„Björgunarskipið Jóhannes Briem og björgunarbátarnir Stefnir, Sjöfn og Fiskaklettur voru kallaðir út á fyrsta forgangi og þeir fóru þarna út að bátnum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við RÚV um málið. Dælur voru settar um borð til að dæla út sjó og á endanum tókst að þétta lekann. Báturinn var svo dreginn og var hann kominn til hafnar rétt fyrir 3 síðustu nótt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -