Laugardagur 26. október, 2024
3 C
Reykjavik

Skotið á dráttarvél í Vogum: „Mér þætti vænt um að þessu færi að ljúka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skotið var á dráttarvél Virgils Scheving Einarssonar, eignaumsýslumanns og landeiganda á Efri-Brunnastöðum 1 í Vogum, á dögunum. Segir hann þetta enn eina árásina á hendur honum og syni hans, sem er með hesta og kindur og heyjar á jörðinni. Býr í hfj

Virgil Scheving erfði þrjár jarðir á Efri-Brunnastöðum í Vogum, fyrir rúmum áratug en bjó þar á undan í 15 ár í Skotlandi. Síðustu ár hefur hann orðið fyrir ítrekuðum spellvirkjum.

„Vélin stóð með snúningsvél aftan í, við húsið og þetta hefur gerst um kvöld, um ellefu leytið um kvöld,“ sagði Virgil, í samtali við Mannlíf. Segir hann engan hafa verið í dráttarvélinni þegar skotið var á hana rétt fyrir síðustu helgi, með rifli að hann telji. „Mér er sagt að góðir riflar með kíki geti tekið kílómeter,“ sagði Virgil en hann telur að skotmaðurinn hafi skotið frá þjóðveginum, úr bíl sínum. Kúlan hæfði afturrúðuna sem brotnaði við höggið. „Þetta er átta millimetra hert gler, stórt og opnanlegt. Það þarf að panta þetta frá annað hvort Bretlandi eða Ameríku.“

Grunsamlegur bíll

Maður sem þekkir Virgil lét hann vita af grunsamlegum bíl sem lagt var á þjóðveginum nálægt Efri-Brunnastöðum 1. „Það var maður sem lét mig vita, sem vill ekki láta nafn síns getið. Hann keyrði framhjá þessum bíl, á þjóðveginum. Það stóð hlaup út úr rúðunni. Hann sagði að það hafi verið Land Cruiser.“ Hann hafi hins vegar verið að keyra framhjá honum og ekki náð bílnúmerinu.

Virgil segir þetta skemmdarverk ekki það eina sem þeir feðgar hafi lent í síðan hann erfði jarðirnar. „Þetta hefur bara verið gegnum-gangandi. Það eru ekki nema þrjú ár síðan tekin var hliðin úr einni dráttarvélinni hjá okkur, með haglabyssu. Þá var náttmyrkur en öll hurðin gler, aftan á var gler en það var bara tekin hliðin.“ Segir hann lögregluna hafa talið að sleggja hafi verið notuð til að brjóta hliðina en það segir Virgil af og frá, ekki væri hægt að brjóta hert gler nema með gífurlegu afli. Þá var enn ein dráttarvél Virgils skemmd fyrir stuttu. „Við erum nýbúnir að gera við traktor en það var sett á hann efni sem skemmdi olíuverkið. Þetta er dýr vél.“

- Auglýsing -
Skemmdarverkin sem unnin voru fyrir þremur árum.

Erfði þrjár jarðir

Aðspurður hvort hann hafi einhverja hugmynd um af hverju verið sé að skemma tækin hans, sagðist Virgil eiga erfitt með að ímynda sér það. Segir hann að þetta sé óþægilegt því nú sé verið að heyja og erfitt að þurfa að ganga alltaf frá dráttarvélunum inn yfir nóttina og taka svo aftur út á morgnana. „Við erum orðnir svolítið þreyttir á þessu og biðjum þá sem standa að þessu að róa sig niður.“ Virgil bætti því svo við að fram hafi komið í frétt Vísis af skemmdarverkunum sem gerð voru fyrir þremur árum og er talað um hér að ofan, að þegar hann flutti fyrst á Efri-Brunnastaði 1 hafi hann lokað vegi sem lá um jörð hans og það hafi valdið úlfúð. „Það eru 13 ár sem ég er búinn að vera hérna. Ég var búinn að vera í 15 ár í Bretlandi, í Glasgow og erfði þessar jarðir. Þannig að ég tók við þeim og hef verið hér síðan. Ég kom fyrr en ég bjóst við, 10, 15 árum fyrr en ég bjóst við að koma en ég var síðastur í fjölskyldunni til að taka við þessu og kom. En ég var ekkert kátur að koma, mér leið vel í Bretlandi. En ég tók við þessu og er búinn að vera í miklum framkvæmdum, vegaframkvæmdum, niðurrifi gamalla húsa og hér hafa verið lagðar hitaveitur í vélargeymsluna. Það er búið að eyða miklum peningum hér.“

Treystir ekki lögreglunni

- Auglýsing -

Segir hann afar erfitt að ræða um mögulega sökudólga því þá geti fólk sem býr í nálæg við hann talið hann vera að saka þau um að standa fyrir þessum skemmdarverkum. „Það er voða vont að tjá sig um þessi mál því fólk gæti tekið því þannig, sem býr nálægt manni í dag en það er enginn ófriður hér í dag, þá gætu þau tekið það til sín.“ Bætti Virkil við: „En engu að síður þá kom bíll hér nýlega og lét mjög dólgslega á hlaðinu og maður fann út hver það var. Það var áður en kindur fóru á fjall í Grindavík. Og það lá lamb dautt hér eftir. Ég er með vaktir fram eftir nóttunni, til að passa upp á vélarnar. En svo þegar heyskap líkur, fara vélarnar aftur í hús. En á meðan á heyskap stendur koma til með að vera tvær vélar úti yfir nóttu.“ Aðspurður hvort lögreglunni hafi verið gert viðvart um lambadrápið sagði Virgil að hann hefði gert það en ekkert hafi komið út úr því. „Það virðist ekkert koma út úr því að tala við lögreglu. Ég treysti ekkert á lögregluna. Ég kem ekki til með að hringja í þá aftur þó það komi eitthvað fyrir, reynsla mín er sú að það er kemur ekki nokkur skapaður hlutur út úr því ef maður hringir í lögregluna. Maður verður bara að ganga í það sjálfur.“ Segist Virgil vera að vinna í því að koma upp öryggismyndavélum við bæinn en að hann þurfi að fá leyfi persónuverndar því mögulega næði myndavélarnar yfir á þjóðveginn.

Virgil vildi að það kæmi sérstaklega fram að hann er ekki að saka neinn sérstakan um spellvirkin en „mér þætti vænt um að þessu færi að ljúka.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -