Miðvikudagur 8. febrúar, 2023
-3.2 C
Reykjavik

Skotinn til bana og settur í tunnu fulla af steypu: „Ég var mjög náin Gísla“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þetta er allt svo hræðilegt að maður er enn þá í algjöru sjokki,“ sagði systir mannsins sem fannst myrtur í Suður-Afríku í júlí árið 2005. Hann hét Gísli og var 54 ára gamall.

Gísli var ókvæntur en lét eftir sig son búsettan á Íslandi. Gísli hafði búið í Suður-Afríku í 10 ár og var þar með eigin atvinnurekstur. „Ég hef verið mjög náin Gísla, sem var litli bróðir minn og við höfum alltaf haldið sambandi,“ segir systirin, sem er næst Gísla í aldri af fjórum systkinum.

Hún segir að áður en Gísli var myrtur hafi hann verið í heimsókn hjá henni í Bandaríkjunum þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni. „Hann fór heim 24. maí og það lítur út fyrir að hann hafi verið myrtur sama dag og hann kom aftur til Suður-Afríku,“ segir hún. Gísli notaði tækifærið og bauð syni sínum út til Bandaríkjanna á sama tíma og hann heimsótti systur sína. „Þeir áttu hér saman innilegan tíma,“ sagði hún og kvað þá feðga hafa verið í góðu sambandi þótt langt væri á milli. „Maður verður bara að þakka fyrir þennan tíma sem þeir fengu saman.“

Samkvæmt upplýsingum lögreglu í Suður-Afríku hafði Gísli nýverið selt íbúð í Jóhannesarborg og parið sem grunað er um að hafa myrt hann reynt að komast yfir peningana sem hann fékk fyrir íbúðina. Katla segist hafa heyrt af þessu og áréttaði að í því fælist engin vísbending um að Gísli hafi verið á förum frá landinu eða eitthvað slíkt.

„Ég veit að hann var nýlega búinn að selja raðhús og ekki farinn að festa kaup á öðru húsi. Þess vegna var hann með allan þennan pening í banka. Hann starfaði við að kaupa íbúðir, gera þær upp og selja svo aftur, þannig að hann var ekki á förum. Hann fékk bara gott verð fyrir húsið og seldi það.“ Systir hans segir að lík Gísla hafi verið flutt heim til Íslands til greftrunar jafnskjótt og lögregla í Suður-Afríku heimilaði.

Skipulögðu kveðjuveislu áður en hann fór vestur um haf

Örvænt­ing vegna skorts á pen­ing­um til að greiða fyr­ir skóla­göngu barna Desiree Ober­holzer rak hana til að fall­ast á ráðagerð um að myrða Gísla, sem fannst myrt­ur í Suður-Afr­íku í júlí 2005 eins og fyrr segir. Kom þetta fram í vitn­is­b­urði Desiree fyr­ir hæsta­rétti Jó­hann­es­ar­borg­ar, að því er vefút­gáfa suður-afr­íska dag­blaðsins Mail & Guar­di­an greindi frá.

- Auglýsing -

Desiree sagði að meðákærði henn­ar, Willie Theron, hefði sagt sér frá ráðagerðinni eft­ir að hún sagði hon­um að hún hygðist fara aft­ur út í vændi til að afla sér fjár. Desiree afplán­ar nú 20 ára dóm fyr­ir morð að yf­ir­lögðu ráði sem hún játaði. Dóm­ur­inn var kveðinn upp 20. októ­ber 2005.

Sagði Desiree fyr­ir rétt­in­um í gær að Willie hefði boðið henni 100.000 rand (936 þúsund kr. á þáverandi gengi) ef hún vildi aðstoða hann við að myrða Gísla. Willie sýndi henni banka­yf­ir­lit Gísla með þre­faldri þeirri inni­stæðu. Í fyrstu kvaðst Desiree hafa tekið þessu sem gríni, en fall­ist svo á að aðstoða Willie við morðið áður en Gísli færi til Banda­ríkj­anna.

Þau skipu­lögðu kveðju­veislu fyr­ir Gísla kvöldið áður en hann ætlaði vest­ur um haf. Þar laumaði Desiree muld­um vali­um-töfl­um í drykk Gísla, að beiðni Willies. Þau biðu þess svo að Gísli færi í lítið timb­ur­hús sem hann bjó í í Kempt­on Park að sofa. Þegar þau komu þar síðar um nótt­ina var Gísli enn vak­andi og að lesa. Þau fóru að sækja þriðja mann til að aðstoða sig og þegar þau sneru aft­ur var Gísli enn vak­andi. Ákváðu þau þá að fresta ódæðinu þar til Gísli sneri aft­ur frá Banda­ríkj­un­um.

Líkið sett í tunn fyllt af steypu

- Auglýsing -

Meðan Gísli dvaldi þar bað Willie Desiree að út­búa símbréf þess efn­is að Gísli ætlaði ekki að snúa aft­ur til Suður-Afr­íku. Í símbréf­inu voru einnig fyr­ir­mæli um hvernig ráðstafa ætti eig­um hans.

Willie Theron játaði fyr­ir rétt­in­um að fé­græðgi hefði rekið sig til að draga fé með svik­sam­leg­um hætti af reikn­ingi Gísla í júlí 2005. Willie sætti sex ákær­um fyr­ir fjár­svik og játaði sig sek­an af þeim öll­um. Theron er einnig ákærður ásamt þrem­ur öðrum, eig­in­konu sinni Lindu Theron, Andre Frederick Koekemoer og Hendrik Johann­es Breedt, fyr­ir að hafa skotið Gísla til bana í maí 2005. Eft­ir morðið eru þau tal­in hafa ekið líki Gísla að húsi Breedts í Boks­burg og sett það í tunnu sem fyllt var af steypu. Þau hafa öll neitað aðild að morðinu.

Rannsóknin umfangsmikil

Krufn­ingin leiddi í ljós að hann hefði verið skot­inn í höfuðið. Andy Pieke, talsmaður lög­regl­unn­ar í Boks­burg, sagði í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins, að krufn­ing­ hafi farið fram um klukk­an 10 að staðar­tíma sama morgun.

Ætt­ingj­ar manns­ins, óskuðu eft­ir því að fá lík hans flutt til Íslands.

En lögreglustjóri sagði rannsóknina væri mjög um­fangs­mikil og var henni áætlað að ljúka fyr­ir 22. ág­úst 2005. Þá í kjölfarið var svo réttað á ný í máli þeirra Des­ereé Ober­holzer og Willie Theron, sem hafa verið ákærð fyr­ir morðið. Lík mannsins var svo að lokum fllutt heim til Íslands.

Fram kom­ur í suður-afr­ísk­um fjöl­miðlum í dag að Henkie Breedt, hús­eig­and­inn í Boks­burg sem fann lík Gísla Þorkels­son­ar um helg­ina, hafi sagt lög­reglu að hann hafi um pásk­ana farið í úti­legu ásamt Gísla og þeim Des­ereé Ober­holzer og Willie Theron, sem hafa verið ákærð fyr­ir morðið á Gísla.

Sagði Breedt að Gísli hefði þá til­kynnt þeim að hann ætlaði til Banda­ríkj­anna og varð það að sam­komu­lagi að þau Ober­holzer og Theron myndu aka Gísla á flug­völl­inn og sækja hann þegar hann kæmi frá Banda­ríkj­un­um þar sem hann heim­sótti syst­ur sína.

Breedt sagði, að Gísli hefði ný­lega selt eina af fast­eign­um sín­um, en hann hefði verið til­tölu­lega fjáður og átt nokkr­ar fast­eign­ir. Talið er að þau Ober­holzer og Theron hafi myrt Gísla til að kom­ast yfir fé hans. Í ljós hef­ur komið að þau seldu bíl sem hann átti og reyndu að fá aðgang að banka­reikn­ing­um hans, að því er haft er eft­ir Henk Strydom, sak­sókn­ara.

Málið komst upp þegar tunnan var færð í garðinum

Málið komst upp þegar Breedt var að vinna í garði sín­um og færði til tunnu sem Theron hafði beðið hann um að fá að geyma í garðinum. Tunn­an opnaðist og komu þá í ljós fæt­ur sem stóðu upp úr stein­steypu í tunn­unni.

Ober­holzer játaði í gær aðild að mál­inu fyr­ir friðdóm­ara. Fram kem­ur í blaðinu The South African Star, að Ober­holzer, sem var 43 ára, hafi verið yf­ir­veguð í rétt­ar­saln­um og ekki sýnt svip­brigði. Theron, sem var 28 ára, var hins veg­ar tauga­óstyrk­ur að sjá þegar hann kom í rétt­ar­sal­inn í ökkla­járn­um í fylgd tveggja lög­regluþjóna.

Strydom sagði að fólkið hefði verið ákært fyr­ir morð að yf­ir­lögðu ráði og fjár­svik. Theron hafnaði fyrst aðstoð lög­manns en síðar fóru bæði hann og Ober­holzer fram á lög­fræðilega aðstoð. Þau lýstu því yfir, að þau myndu ekki óska eft­ir því að verða leyst úr haldi gegn trygg­ingu. Gæslu­v­arðhald yfir þeim var fram­lengt til 22. ág­úst sama ár.

 

Heimildir:

Innlent. 1. febrúar. 2007. Réttað vegna morðs á Íslendingi í Suður-Afríku. Morgunblaðið.

Innlent. 14.júlí. 2005. Sá sem fann lík Gísla þekkti hann og meinta morðingja. Morgunblaðið.

Innlent. 14. júlí. 2005. Staðfest að Íslendingur var skotinn í höfuðið. Morgunblaðið.

Innlent. 13. Júlí. 2005. Var myrtur við komuna frá BNA. Vísir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -