Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Skuldarar smálána blekktir með „kostaboði“: Eigandi Almennrar innheimtu ítrekað áminntur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Almenn innheimta keppist þessa dagana við að senda skilaboð til fólks sem tekið hefur smálán, sem til innheimtu eru hjá fyrirtækinu. Um er að ræða staðlaðan texta þar sem lántakendum er boðið að greiða upp heildarskuld með eingreiðslu undir formerkjum „eingreiðslutilboðs“. Í textanum kemur jafnframt fram að allur áfallinn kostnaður tengdur skuldinni falli niður.

Svona hljóma skilaboðin frá fyrirtækinu, sem oft eru send með tölvupósti:

Skilaboðin frá Almennri innheimtu

Tilboðið ekki endanlegt uppgjör

Neytendasamtökin benda á málið og segja lántakendur sem leitað hafa til samtakanna hafa lagt þann skilning í tilboðið að sé að ræða endanlegt uppgjör á öllum útistandandi kröfum, enda sérstaklega kveðið á um fjárhæð „heildarskuldarinnar“ og ekki koma fram neinar upplýsingar um kröfunúmer í textanum.

„Það hafa tugir skuldara haft samband við okkur vegna þessara skilaboða frá Almennri innheimtu,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna í samtali við Mannlíf.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna

Í öllum málunum sem samtökunum hefur borist tengdum „eingreiðslutilboðinu“ hafa útistandandi kröfur verið fleiri en ein. Heildarfjárhæð allra útistandandi krafna er þar með mun hærri en sem nemur þeirri fjárhæð sem kemur fram í tilboðinu. Lántakendur eru því flestir undir því yfirskini að um kostaboð sé að ræða þar sem dágóður afsláttur yrði veittur gegn uppgreiðslu krafnanna.

- Auglýsing -

Í ljósi umdeildra og á tíðum ólögmætra starfshátta Almennrar innheimtu hvöttu Neytendasamtökin lántakendur til að fá nánari skýringar á þessu „kostaboði“. Í ljós kom að einungis er verið að bjóða afslátt af einni kröfu en ekki heildarskuldinni. Orðalag „eingreiðslutilboðsins“ er að mati samtakanna afar villandi þar sem auðveldlega má misskilja orðalag um heildarskuld sem allar útistandandi kröfur.

Eftirlitslausar innheimtuaðferðir

„Þetta eru innheimtuaðferðir sem við höfum ekki kynnst hjá nokkru öðru fyrirtæki. Okkar skjólstæðingar fá ekki kröfur sundurliðaðar. Löggjöfin í kringum smálánin er út í hött og fyrirtækið er í raun eftirlitslaust og getur nánast vaðið uppi eins og þeim sýnist því miður,“ segir Breki í samtali við Mannlíf.

- Auglýsing -

„Fyrirtækið er rekið á kennitölu eins lögmanns og er því undir eftirliti Lögmannafélagsins, en ekki undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins eins og önnur innheimtufyrirtæki. Lögmannafélagið hefur ítrekað áminnt eiganda Almennrar innheimtu, en ekkert gerist.“

Breki segir Neytendasamtökin vilja breytingu og að sama eftirlit eigi að gilda um starfsemi Almennrar innheimtu eins og önnur fyrirtæki í sama geira.

„Varðandi smálánin í heild sinni hafa hundruðir haft samband við okkur, en varðandi þetta „kostaboð“ eru það einhverjir tugir,“ segir Breki. Bætir hann við að fyrirtækið svari ekki Neytendasamtökunum. „Þegar við reynum að hafa samband við Almenna innheimtu þá er okkur ekki svarað. Það er eins og þeir þori ekki að taka upp símann þegar hringt er úr síma Neytendasamtakanna, sem sýnir líka hvað þeir telja sig hafa að fela.

Greiðsla inn á smálán rýfur fyrningarfrest

Breki bendir á að með greiðslu inn á smálánakröfu þá rýfur skuldari fyrningu kröfunnar. „Við höfum séð dæmi um fyrningarfrest sem er rofinn og líka ólögleg lán sem hafa verið sett í innheimtu, jafnvel þó að skuldari hafi sett inn beiðni um skuldajöfnun. Það er ef skuldari telur sig hafa greitt of mikið, þá getur hann lýst yfir skuldajöfnun. Þrátt fyrir það þá halda þeir áfram að rukka inn kröfuna. Við erum með mýmörg dæmi um það að fólk hafi greitt allt of mikið og því miður reynist erfitt að innheimta það eða fá til baka.“

Þar sem Neytendasamtökin hafa séð mörg dæmi  um að Almenn innheimta innheimti ólögmæt lán, og hafi þar að auki sett himinháan innheimtukostnað ofan á slíkar kröfur, vara þau fólk við að taka „kostatilboðinu“ nema ljóst sé að viðkomandi skuldi raunverulega höfuðstól lánanna.

Breki bendi skuldurum smálána að leita aðstoðar og ráðgjafar hjá Neytendasamtökunum áður en samið er eða greitt inn á kröfur vegna smálána.

Neytendasamtökin eru á Hverfisgötu 105, sími 545-1200, netfang [email protected].

Almennir opnunartímar eru:
Félagsmenn:
Mánud. – fimmtud.: 10.00 – 12.00 og 12.30 – 15.00
Föstudagar: 10.00-12.00

Utanfélagsmenn:
Fimmtudagar: 10.00 – 12.00 og 12.30 – 15.00

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected].

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -