Sólborg Guðbrandsdóttir er aktívisti sem er þekkt undir listamannanafninu Suncity, segir fólk ekki alltaf átta sig á því hvað felst í kynfræðslu; tengi það aðeins við kynferðislegar langanir og athafnir: En hún leggur til að fræðslan fari fram á öllum skólastigum – telur það ráðlegt að börn fái kynfræðslu snemma í skólakerfinu.
Sólborg mætti hress og kát í hlaðvarpsþáttinn Jákastið hjá Kristjáni Hafþórssyni þar sem hún ræddi til dæmis um Eurovision-ævintýrin sem hún tók þátt í; fyrst 2018 og aftur í ár með laginu Hækkum í botn.

Þótt Sólborg sé á fullu við að efla tónlistarferil sinn er hún einnig virkur aktívisti; hélt úti miðlinum Fávitar í nokkur ár: Út frá honum hafa sprottið bæði bækur og sjónvarpsþættir.
Sólborg hefur flutt fyrirlestra víða um land og tekið þátt í vitundarvakningu í samskipum kynjanna.
Hún vill efla kynfræðslu á öllum skólastigum; hefur leitt starfshóp innan menntamálaráðneytisins; sá hópur skilaði inn skýrslu með tillögum um úrbætur á kynfræðslu í skólakerfinu:
Sólborg segir að „það hefðu mjög margir gott af því að umræðan væri meira opinská heldur hún hefur verið; það eru margir sem upplifa sig einan í heiminum með þetta vandamál, eða þessar pælingar eða hugsanir.“
Bætir við:
„Við þurfum að vera hugrakkari að spyrja þegar við vitum ekki í staðinn fyrir að gera ráð fyrir allskonar. Við viljum bara að það sé kynfræðsla hérna á öllum skólastigum á hverju einasta ári frá því að þau byrja í fyrsta bekk, og þar til þau útskrifast úr framhaldsskóla.“

Og segir að „kynfræðsla er ekki að koma og segja að við erum hérna komin að kenna munnmök; kynfræðsla er að kenna þeim á líkamann sinn; heiti yfir líkamsparta og að kenna þeim samþykki. Og Þú þarft ekki að knúsa bekkjarsystur þína ef þú vilt það ekki.“
Sólborg er á því að slík fræðsla myndi til dæmis fækka fækka kynsjúkdómasmitum, fækka ótímabærum þungunumofbeldismálum og myndi án efa bæta líðan ungmenna:
„Ímyndaðu þér hvernig fólk við værum að útskrifa úr framhaldsskóla sem hefði fengið endalausar upplýsingar um heilbrigð samskipti; mörk og fjölbreytileika. Og þá getur klám gefið ungu fólki ranga mynd af kynlífi,“ segir Sólborg og bætir þessu við:
„Það galið að ekki sé meira gert í því að fyrirbyggja ofbeldi og sporna gegn því, í stað þess að einblína á hvað eigi að gera eftir að það eigi sér stað. Ungir strákar eru oft að verða gerendur án þess að átta sig á því, af því að þeir læra eitthvað í kláminu sem þeir halda að sé kynlíf, en er ekkert annað en ofbeldi.“