Stefán Pálsson er þakklátur eftir vel heppnaða friðargöngu.
Í kvöld var gengin hin árlega friðarganga í miðbæ Reykjavíkur en í ár var lögð nokkur áhersla á þjóðarmorðið sem Palestínumenn standa frammi fyrir. Stefán Pálsson, sagnfræðingur, friðarsinni og margt annað, er ánægður eftir gönguna. Skrifaði hann Facebook-færslu þar sem hann sagði lygilega marga taka þátt við undirbúning og framkvæmd slíkrar friðargöngu.
Færsluna má lesa hér fyrir neðan:
„Enn ein frábær friðargangan að baki. Það eru lygilega mörg handtök í kringum svona aðgerð: rótarar fyrir hljóðkerfi, kertasölufólk, göngustjórar, ræðufólk, kórinn sem kemur á hverju ári… Helmingurinn af gleðinni við þetta allt saman er einmitt að fólk sé til í að stökkva til og leggja sitt af mörkum í miðri jólaösinni.“