Fimmtudagur 30. júní, 2022
11.8 C
Reykjavik

Stefáni krossbrá á KFC: „Fyrir það fyrsta ekki boðlegt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Stefáni nokkrum segist hafa krossbrugðið þegar hann fór nýlega inn á skyndibitastað KFC á Íslandi. Annars vegar fannst honum verðið hafa hækkað mjög frá síðustu heimsókn og hins vegar líkaði honum illa að fá helst ekki afgreiðslu nema í gegnum snertiskjá.

Stefán lýsir upplifun sinni inn í fjölmennu samfélagi matgæðinga á Facebook, Matartips! Þar segir hann:

„Mér krossbrá hvað það hefur hækkað mikið síðan ég kom siðast c.a. siðasta sumar/haust. Ok laun hækka líka en það sem mér líkaði ekki var að starfsmaður gerði 3 tilraunir til að fa mig til að panta með sjálfsafgreiðslu a snertiskjá. Fyrir það fyrsta ekki boðlegt á COVID tímum og í öðru lagi er ég ekki í vinnu hjá þeim og þau geta bara afgreitt mig (sem þau gerðu á endanum) enda maturinn miðað við gæði ekki ókeypis.“

Fjölmargir meðlimir hópsins blanda sér í umræðuna og flestir þeirra taka undir með Stefáni. Það gerir Bergþóra til að mynda. „Sammála með þennan skjá. Ekki boðlegt að mínu mati, verður einhver tími í að fara aftur á Kfc,“ segir Bergþóra.

Edda er óánægð með KFC. „Í Skeifunni. Maturinn óætur þar 2 skipti með mán. millibili. Afgreiðslan afleit. Eins og það var ágætt að borða þarna, en Covidið virðist hafa hlaupið i matinn. Legg ekki í 3ja skiptið,“ segir hún. Og Svala virðist á svipaðri skoðun. „KFC væri of dýr þó að hann væri ókeypis. Virkilega vondur matur,“ segir Svala ákveðin.

Jóna skilur illa þessi viðskipti. „Átta mig ekki á að fólk versli í KFC,ef verslað er sem svarar einum heilum kjúkkling þá kostar hann um fimmþúsund,fæst í Bónus á 790 kr.KFC er með sitt eigið kjúklingabú en Bónus ekki,“ segir Jóna.

- Auglýsing -

Guðmundur nokkur er þó að mestu leyti sáttur. „Get tekið undir hátt verð en ég hef aldrei fengið annað en topp þjónustu hjá KFC og maturinn alltaf góður,“ segir Guðmundur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -