Í tilkynningu frá Svandísi Svavarsdóttir matvælaráðherra greinir hún frá því að hún hafi greinst með krabbamein og sé komin í veikindaleyfi. Hægt er að lesa tilkynningu Svandísar hér fyrir neðan.
„Kæru vinir.
Frá og með deginum í dag verð ég í veikindaleyfi að læknisráði. Í morgun fékk ég staðfesta greiningu á krabbameini í brjósti og mun gangast undir aðgerð og viðeigandi meðferð á næstu vikum. Ég geng upprétt til móts við þetta stóra verkefni, æðrulaus og bjartsýn. Allir mínir kraftar munu fara í það með fólkið mitt mér við hlið.
Ég bið fjölmiðla um næði en velkomið er að vísa í þessa tilkynningu.“
Fyrr í dag hafði Flokkur fólksins lýst yfir vantrausti á Svandísi sem matvælaráðherra. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif veikindaleyfi hennar muni hafa áhrif vantrausttillöguna.