Laugardagur 18. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Sviðsettu andlát Tómasar á Ólafsfirði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá því á Facebook að rannsókn á láti Tómasar Waagfjörð fari senn að ljúka. Hún greinir frá því að í dag hafi lögreglan sviðsett aðdraganda andláts hans ásamt sakborningu. Líkt og Mannlíf hefur áður greint frá þá fullyrðir eiginkona Tómasar að sakborningurinn hafi verið að koma sér til varnar. Sakborningur sé vinur hennar en Tómas hafi verið sá sem dró fram knífinn sem varð honum svo að bana. Allar líkur eru á því að lögreglan hafi verið að kanna hvort sú frásögn standist skoðun.

Tilkynning lögreglunnar í heild sinni

Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á mannsláti á Ólafsfirði þann 3. október sl. miðar vel og er skýrslutökum að mestu lokið. Úrvinnsla gagna stendur enn yfir og er meðal annars beðið endanlegrar niðurstöðu réttarkrufningar sem og niðurstaðna samanburðarrannsókna á lífsýnum. Þá fór fram í dag sviðsetning atburðarins með liðsinni sakbornings og aðstoðar tæknideildar lögreglu. Sviðsetning er rannsóknarúrræði sem er almennt ætlað að varpa betur ljósi á þau atvik sem til rannsóknar eru og er viðbót sem getur gefið sakborningi betra færi á að lýsa atburðum.  Sviðsetning er svo borin saman við önnur rannsóknargögn svo sem vettvangsrannsókn, lífsýni og framburði annarra.

Eins og fram hefur komið í fréttum, krafðist Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra ekki áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir sakborningi vegna rannsóknarinnar. Ákvörðunin byggir á þeim forsendum héraðsdóms og síðar Landsréttar að lögregla hefði ekki sýnt nægilega fram á að skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 væru fyrir hendi.

Karlmaðurinn mun áfram ásamt þremur öðrum bera réttarstöðu sakbornings í málinu á meðan rannsókn stendur yfir. Að rannsókn lokinni verður málið svo sent til ákærumeðferðar hjá Héraðssaksóknara

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -