Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Tæplega helmingur ekki lagður inn vegna Covid-19: „Mönnun heilbrigðiskerfisins mikil áskorun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt nýjustu tölum á vef Landspítalans var tæplega helmingur þeirra sem nú liggur á spítalanum með Covid-19 ekki lagður inn vegna veirusýkingarinnar, heldur af öðrum orsökum.

Nú er 31 sjúklingur inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 en í tilfelli 10 sjúklinga er ekki vitað hvort innlögnin tengist veirusýkingunni beinlínis. 77 sjúklingar sem smitaðir eru af kónónuveirunni liggja nú á spítalnum. Fjórir Covid-sjúklingar eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Í gær lést einn sjúklingur sem smitaður var af Covid-19. Um var að ræða karlmann á níræðisaldri sem lést á legudeild. Meðalaldur inniliggjandi sjúklinga með Covid-19 er nú 70 ár.

77 dauðsföll eru tengd kórónuveirufaraldrinum hér á landi.

Innlögn 36 sjúklinga af þeim 77 sem nú liggur á spítalanum með kórónuveiruna var upprunalega ekki af völdum veirunnar.

Um 2.600 manns greindust með Covid-19 í gær, sem er svipaður fjöldi og verið hefur undanfarið. Rúmlega 42 prósent íbúa landsins hefur nú greinst með staðfest Covid-19 smit, en eins og sóttvarnalæknir benti á nýverið er líklegt að um helmingi fleiri hafi greinst með veiruna, miðað við mótefnamælingar.

Viðmið fyrir hjarðónæmi er yfirleitt sagt í kringum 80 prósent, svo hugsanlegt er að Ísland hafi þegar náð þeirri prósentu.

- Auglýsing -

Staðan á spítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum er sögð afar viðkvæm. Kemur það til bæði vegna mikils fjölda smita í samfélaginu, sem og hás hlutfalls heilbrigðisstarfsmanna sem eru frá vinnu á hverjum tíma vegna smits.

Bæði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hafa brýnt fyrir landsmönnum að sýna aðgát og huga að sóttvörnum á meðan núverandi bylgja faraldursins er við lýði. Willum Þór hvatti landsmenn í morgun til að leggja sitt af mörkum til verndar viðkvæmum hópum og þannig verja heilbrigðiskerfið fyrir miklu álagi.

„Mönnun heilbrigðiskerfisins hefur verið og er enn mikil áskorun vegna veikinda starfsfólks og gildir það jafnt um heilbrigðisstofnanir, hjúkrunarheimili, heimahjúkrun og skylda þjónustu,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -