Sunnudagur 19. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Tara: „Fitu­for­dómar eru lífs­hættu­legir og er fólki mis­munað innan heil­brigð­is­kerf­is­ins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Eins og venja er þegar feit kona stígur fram á sjónarsviðið án þess að sýna auðmýkt eða skömm fyrir líkama sinn varð allt vitlaust,“ en loka þurfti fyrir ummælakerfi vegna meiðandi ummæla sem voru þar viðhöfð.

Þessi orð lét Tara Margrét Vilhjálmsdóttir formaður Samtaka um líkamsvirðingu falla árið 2019 á facebook síðu sinni. Þar var hún að  tala um að henni finndist hún finna sig knúna til að skrifa grein í ljósi þeirra viðbragða sem Ísold Halldórudóttir fyrirsæta fékk eftir að viðtal við hana birtist í tímaritinu Dazed á dögunum en hún er mikil baráttukona fyrir líkamsvirðingu.

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir formaður Samtaka um líkamsvirðingu hefur í gegnum árin varpað ljósi á afleiðingar fitufordóma á heilsu fólks. Hún hefur talað fyrir því að það hjálpi ekki feitu fólki þegar fólk láti í ljós áhyggjur sínar af heilsufarslegu ástandi þeirra, í raun geri það illt verra.

Í aðsendri grein í Kjarnanum sem hún sendi frá sér á dögunum og ber heitið Líkamsvirðingarferðalag milli tveggja heima í Kjarnanum biður hún fólk um að leggjast í sjálfsskoðun og komast að því hvaðan viðhorf okkar til feits fólks koma og hvort að þau „endurspegli þau gildi sem við viljum tileinka okkur og fara eftir í daglegu lífi.“

Í greininni fer hún heilt yfir fáfræði margra á þessum málaflokki og hvað mætti betur fara hjá viðhorfum fólks;

Í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks um offitu barna sem sýndur var nú í haust varð mikil umræða um réttmæti slíkrar umfjöllunar og mögulegs ávinning og skaða meðal almennings og það er orðið alveg morgunljóst að hér á landi hefur hin nýja heims­mynd náð ágætri fótfestu. Það endurspeglaðist í orðum Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur, sviðsstjóra á lýðheilsusviði Landlæknisembættisins í Kastljósi daginn eftir sýningu Kveiks þegar hún lagði áherslu á mikilvægi þess að horfa á vandann út frá heildstæðu sjónarmiði og að unnið yrði markvisst gegn fitufordómum í samfélaginu því að þeir væru í raun skaðlegri en kílóin. Þetta er jafnframt í takt við niðurstöður skýrslu sem unnin var fyrir heilbrigðisráðherra í janúar 2021 um kynja- og jafnréttissjónarmið hvað varðar heilsu og heilbrigðisþjónustu.

- Auglýsing -

Já, hjólin eru svo sannarlega farin að snúast í rétta átt. Þó er mikið verk óunnið innan heilbrigðiskerfisins og samfélagsins alls. Góðu fréttirnar eru að við höfum alla burði til að leysa það verkefni með glæsibrag. Og fyrsta skrefið í ferðalaginu fer fram innra með hverju einasta okkar. Við þurfum nefnilega öll að leggjast í sjálfsskoðun og virkilega skoða hvaðan viðhorf okkar til feits fólks koma og hvort að þau viðhorf endurspegli þau gildi sem við viljum tileinka okkur og fara eftir í daglegu lífi. Því að ekkert okkar vill valda öðrum skaða eða sársauka. Við viljum öll leiða líf okkar með kærleik og virðingu að leiðarljósi. Það er kominn tími til að sú virðing innifeli einnig líkamsvirðingu.

Nú þegar líður að árslokum stöndum við á stórum tímamót­um. Og ég er ekki bara að tala um áramótin. Við, ásamt öllum hinum vestrænu löndunum, höfum nefnilega verið að berjast gegn offitugrýlunni undanfarna áratugi en okkur hefur ekkert orðið ágengt. Þyngd okkar er enn að aukast. Lífsstílssjúkdómar eru sístækkandi ógn við heilsufar okkar og þjóðarbú. Hvað gerum við þá?

Við byrjum á þeirri einföldu ályktun sem hefur verið hvað mest áberandi; ef að offita veldur verra heilsufari þá hlýtur þyngdartap að leiða til betra heilsufars. Þessu höfum við trúað alla okkar ævi, við fáum stöðugt skilaboð frá umhverfinu um að þetta sé sannleikurinn, lykillinn að góðri heilsu og langlífi. Við erum reyndar ekki ein um það. 79% Íslendinga á aldrinum 18-79 ára eru ósáttir við þyngd sína og telja sig þurfa að léttast og 50% okkar eru í megrun. Þetta bara hlýtur að vera rétt, þetta hlýtur að vera byggt á vísindalegum rökum! Það er of sárt að hugsa til þess hversu miklir fjármunir, tími og orka hefur farið í hinar ýmsu þyngdartapstilraunir alla okkar ævi til að þetta geti ekki verið satt!

- Auglýsing -

Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -