Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Þakklát Bjarna og Katrínu: „Hafa sýnt í verki að þessi málaflokkur skipti þau máli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við hjónin hittum Bjarna Benediktsson núna síðastliðinn miðvikudag og erum við hjónin honum mjög þakklát fyrir að hafa leyft okkur að fara yfir þessi mál með okkur. Hann var bæði búinn að setja sig inn í málaflokkinn og var umhugað um að finna lausnir. Vonumst við til þess að þessi fundur hafi hreyft enn frekar við honum og það muni koma fram síðar í aðgerð sem bera árangur í þessum málaflokk. Bæði Bjarni og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafa sýnt í verki að þessi málaflokkur skipti þau máli með því að finna sér strax tíma og hitta okkur,“ sögðu hjónin Guðrún Katrín Sandholt og Sæmundur Steindór Magnússon í samtali við Mannlíf.

Hjónin voru nýverið í viðtali hjá Mannlífi þar sem þau sögðu frá andláti 19 ára sonar þeirra, Magnúsar Andra sem glímt hafði við ópíóíðafíkn um nokkurt skeið.

Þau Guðrún og Sæmundur lögðu fram tvær tillögur á fundum sínum með Bjarna Ben og Katrínu Jak á dögunum, sem hjálpað gætu við að bjarga mannslífum í þeim ópíóíða-faraldri sem nú geisar á landinu.

„Við að sjálfsögðu fögnum við öllum aðgerðum, en þeim þarf að forgangsraða til að hægt sé að bjarga sem flestum mannslífum. Eins og staðan er dag, að þá fóru engar viðvörunarbjöllur í gang þó að allur þessi fjöldi hefði fallið frá út af lyfjaeitrun, því þarf strax að breyta. Okkar tillögur voru því eftirfarandi:

  1. Að skipuð verði sérstök nefnd sem fer yfir og tekur saman dauðsföll sem má rekja til fíknisjúkdóma og birtir þær tölur opinberlega, helst vikulega. Er þá bæði átt við ofskömmtun, sem og sjálfsvíg sem eru tengd neyslu og fráhvörfum frá neyslu. Þessi nefnd myndi einnig fara yfir og meta árangur á meðferðarúrræðum hér á landi.
  2. Að aðgengi að afeitrun verði aukið, meðferð og afeitrun lengd og biðlistar styttir. Aðgengi að langtímameðferð og endurhæfingu verði bætt hið snarast til að hægt sé að vinda ofan af þeim faraldri sem er í gangi í dag.

Samgögnur á Íslandi eiga sambærilega nefnd sem heitir Rannsóknanefnd Samgönguslysa og í raun ótrúlegt að ekki sé enn til nein stofnun eða nefnd sem hefur um þennan málaflokk að segja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -