Þriðjudagur 16. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að sérfræðinefnd fari yfir ákvarðanirnar í Covid

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Arnar Þór Jónsson, situr nú á Alþingi og það ekki við auðar hendur. Hefur hann lagt fram tillögu um að aðgerðir stjórnvalda í heimsfaraldri kórónuveiru, verði greindar af sérfræðingum.

Fram kemur í frétt Rúv að í tillögu Arnars Þórs komi fram sú ósk að ríkisstjórninni verði falið að skipa nefnd þriggja fræðimanna, til að greina aðgerðir stjórnvalda í kóróna faraldrinum. Yrði það gert í ljósi mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Vill Arnar að nefndin skili niðurstöðu í síðasta lagi á haustþingi 2023.

Varaþingmaðurinn segir í greingerð að aðgerðirnar teljist til viðtækustu inngripa ríkisvalds í lýðveldissögunni og hafi haft marghliða afleiðingar. Að mati Arnars ber að greina hvort vald hafi í of miklu mæli verið framselt til sérfræðinga og embættismanna. Aukreitis verði greinilega dregið fram hvaða takmörk stjórnarskráin setji valdheimildum framkvæmdarvaldsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -