Laugardagur 26. október, 2024
3 C
Reykjavik

Þorbjörg Sólbjartsdóttir segir frá skelfilegri æsku: „Pabbi beitti mömmu of­beldi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorbjörg Sólbjartsdóttir ólst upp við skelfilegar aðstæður.

Þorbjörg ræddi æsku sína ítarlega í hlaðvarpinu Sterk Saman en æska hennar einkenndist af mikilli drykkju foreldra, heimilisofbeldi og einelti í skóla.

„Pabbi beitti mömmu of­beldi, eft­ir skilnaðinn hitti ég hann aldrei aft­ur og upp­lifði mikla höfn­un. Hann hringdi við og við í gegn­um árin en það stóðst aldrei neitt. Hann var auðvitað mjög veik­ur alka­hólisti, eins og mamma,“ sagði Þorbjörg en hún bjó á Akranesi frá sjö ára aldri og þá höfðu foreldrar hennar skilið. Þorbjörg varð fljótt vön að sjá allskonar fólk koma heim til þeirra af barnum með móður hennar.

„Eina nótt­ina vaknaði ég við að það voru fimm menn komn­ir inn í her­bergi þar sem ég og yngri bróðir minn sváf­um. Ég hef alltaf verið þannig að ég hugsa um hvað gæti gerst. Ég er í raun hepp­in að ekk­ert gerðist þarna en mér finnst þetta út­skýra vel hversu brengluð mamma var orðin af drykkju,“ sagði hún en telur að mamma hennar hafi reynt sitt besta. 

„Hún reyndi sitt besta, ég sé það í dag. Ég man bara svo sterkt þegar hún kom full á for­eldra­fund í skól­an­um og ég hugsaði með mér að nú yrði okk­ur ör­ugg­lega bjargað en það sagði eng­inn neitt. Ég var ekki ör­ugg í skól­an­um út af einelti og ekki ör­ugg heima út af ástand­inu.“

Mbl.is greindi fyrst frá.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -