„Það deit í kvöld,“ sagði Grýla þegar blaðamaður Mannlífs tók hana að tali á Laugaveginum á Þorláksmessukvöld og spurði hvert erindið væri. Leppalúði og frú höfðu stillt sér upp til myndatöku með ungum pilti. „Nú ferður sko farið á barinn,“ bætti Leppalúði við og virtist óþreyjufullur. Grýla þoldi illa við samræður og kvaddi með óskir um gleðileg jól.
Litlu ofar á Laugaveginum sást til tveggja jólasveina sem tjáðu blaðamanni að þeir væru á höttunum eftir gjöf handa mömmu þeirra, Grýlu.
Angan af ristuðum möndlum og jólatónlist lituðu miðbæinn eins og von er og vísa á þessum síðasta degi fyrir jól.
Margt um manninn og jólaandinn sveif yfir. Mynd/Lára Garðarsdóttir