Föstudagur 17. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Þorláksmessukvöldi í miðbænum – Grýla og Leppalúði á stefnumóti: „Það deit í kvöld,“- MYNDIR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það deit í kvöld,“ sagði Grýla þegar blaðamaður Mannlífs tók hana að tali á Laugaveginum á Þorláksmessukvöld og spurði hvert erindið væri. Leppalúði og frú höfðu stillt sér upp til myndatöku með ungum pilti. „Nú ferður sko farið á barinn,“ bætti Leppalúði við og virtist óþreyjufullur. Grýla þoldi illa við samræður og kvaddi með óskir um gleðileg jól.

Litlu ofar á Laugaveginum sást til tveggja jólasveina sem tjáðu blaðamanni að þeir væru á höttunum eftir gjöf handa mömmu þeirra, Grýlu.

„Við eigum eftir að kaupa gjöf handa mömmu,“ svöruðu sveinarnir aðspurðir á hvaða ferðalagi þeir væru. Mynd/ Lára Garðarsdóttir

Angan af ristuðum möndlum og jólatónlist lituðu miðbæinn eins og von er og vísa á þessum síðasta degi fyrir jól.

Jólamarkaðurinn á Hjartatorgi Mynd/Lára Garðarsdóttir
Meðlimir Raddbandsins sungu fyrir gangandi. Mynd/Lára Garðarsdóttir
Fjölmargir tóku hlé og nutu söngs Raddbandsins. Mynd/Lára Garðarsdóttir

 

Fólk nýtti ýmist tækifærið til að klára jólainnkaupin, hitta góða vini, sitja og sötra á kaffi- eða öldurhúsum og mæna á mannlífið. Mynd/ Lára Garðarsdóttir
Jólalegt par á rölti á Laugavegi á Þorláksmessu. Mynd/ Lára Garðarsdóttir

 

Húsfylli var í Húsi Máls og menningar en þar sáu tónlistarmenn um að halda stuðinu gangandi. Mynd/Lára Garðarsdóttir
Í Stefánsbúð var nóg að gera. Mynd/ Lára Garðarsdóttir
Afgreiðslufólk og verslunarmenn aðstoðuðu viðskiptavini að velja síðustu jólagjafirnar. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Margt um manninn og jólaandinn sveif yfir. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Jólasveinarnir æddu um og heilsuðu gestum og gangandi í miðborginni.
Mynd/ Lára Garðarsdóttir
Fyrir utan Tíu sopa héldu plötusnúðar uppi fjörinu og gangandi gátu nælt sér í funheitt jólaglögg. Mynd/ Lára Garðarsdóttir
Hluti Laugavegar var lokað fyrir akandi og hafði bíll á vegum borgarinnar verið skreyttur í anda hátíðarinnar. Mynd/ Lára Garðarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -