Fimmtudagur 18. júlí, 2024
10.9 C
Reykjavik

Þuríður fór á fimmta Evrópuþings fatlaðs fólks: „Frjáls för er réttur, ekki óeðlileg krafa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimmta Evrópuþing fatlaðs fólks var haldið í vikunni en 600 fulltrúar fatlaðs fólks frá öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins mættu til Brussel. Þar voru réttindi fatlaðra innan Evrópusambandsins rædd.

Eftirfarandi texta er að finna um fundinn á vef Öryrkjabandalagi Íslands:

600 fulltrúar fatlaðs fólks frá öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins mættust í sal Evrópuþingsins í Brussel í vikunni á fimmta Evrópuþingi fatlaðs fólks til að ræða réttindi fatlaðra innan Evrópusambandsins. Samþykkt var stefna EDF, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, um framkvæmd Evrópuþingkosninganna 2024.

Í hinni samþykktu stefnu segir að EDF krefjist þess að fá fullt aðgengi að hinu pólitíska ferli. Brýnt sé að fatlað fólk fái að kjósa í álfunni, sem er ekki alls staðar veruleikinn, fái að bjóða sig fram og að kosningar séu aðgengilegar öllum.

Þess er einnig krafist að ráðist sé í úrbætur á réttindum fatlaðs fólks innan ESB á næsta kjörtímabili Evrópuþingsins. Til dæmis með samræmdri skráningu, aukinni réttindagæslu og stofnun nýrrar evrópskrar aðgengisstofnunnar.

„Fatlað fólk vill vera fullgildir Evrópusambandsborgarar. Þessi fundur og þátttaka fólksins sem hér er sýnir það vel. Vilji hreyfingarinnar er skýr. ESB-stofnanir þurfa að tryggja aðgengi okkar að hinu lýðræðislega ferli og að stefnumótun sambandsins,“ hefur EDF eftir forseta sínum, Yannis Vardakastanis.

- Auglýsing -

Mannlíf ræddi við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann Öryrkjabandalags Íslands sem fór á fundinn fyrir Íslands hönd.

Hvað er markmið fundarins í ár?

„Markmið þessa þings er að knýja á um ýmis réttindamál fatlaðs fólks. Hagsmunasamtök hvers evrópulands fyrir sig áttu fundi með þingmönnum landanna og fóru yfir áhersluatriði sín í þeim tilgangi að knýja á um að baráttumálin fengju væru tekin fyrir og þau kláruð, færu inn í lög og reglugerðir. Hæst ber að nefna Disability card (Evrópska fötlunarkortið) en í dag eru það átta lönd sem eru að prufukeyra það í sínum löndum – Helena Dalli jafnréttismálaráðherra Evrópu tilkynnti að það yrði tekið fyrir í Félags og fjáhagsnefnd Evrópuþingsins í september. Þá er það mikilvægt réttindamál að kjörstaðir verði aðgengilegir öllum í aðildarríkjum ESB þannig að öll geti nýtt sér kosningarétt sinn. Fötlunarkortið skiptir miklu máli varðandi þjónustu og möguleikann á að ferðast landa á milli. Einnig var mikið talað um almennt aðgengi, að menntun, samgöngum, og svo framvegis. Það sé mikilvægt að allir séu með, þar sem það að vera með fötlun getur þýtt að það fólk sé mikilvægt á vinnumarkaði þar sem að það hugsar á annan hátt og er því mögulega með lausnir sem öðrum dettur ekki í hug. Það er því mikilvægt að við getum öll tekið þátt í samfélaginu og koma þarf í veg fyrir fátækt. Það ætti að nýta fjármagn í þátttöku allra, því að annað er of kostnaðarsamt til lengri tíma litið. Oft var talað um hvernig komið væri fram við fatlað fólk, litið væri á það sem annars flokks borgara. Þrátt fyrir alla samninga og lög þá er raunveruleikinn sá að fatlað fólk lendir í alls konar vandræðum, einnig í Brussel, þar sem virðing ætti að vera borin fyrir öllu fólki. Það er eitthvað sem er mjög mikilvægt, að virðing sé borin fyrir öllum óháð fötlun og stöðu. Í raun ætti það ekki að vera þess fatlaða að aðlaga sig að samfélaginu, heldur þvert á móti á samfélagið að aðlaga sig fólki almennt. Eftir því sem fatlað fólk hefur kost á meiri þátttöku á atvinnumarkaði, þá er minni hætta á að upp komi atvik þar sem það verður fyrir fordómum og vanvirðingu.“

- Auglýsing -

Því næst sagði Þuríður frá stefnuyfirlýsingu EDF.

„Stefnuyfirlýsing EDF í tengslum við kosningar til Evrópuþingsins 2024: Frjáls för er réttur, ekki óeðlileg krafa. Við förum fram á að örorkukortið verði að veruleika. Við viljum opinn atvinnumarkað og réttindi farþega verði virt, sama hvaða samgöngutæki er um að ræða, að séð verði til þess að hætt verði að framkvæma ófrjósemisaðgerðir án vitundar viðkomandi. Með þessari stefnuyfirlýsingu breytist setningin úr „nothing about us without us“ í „nothing without us“. Stefnuyfirlýsingin var samþykkt samhljóða. Barátta fyrir réttindum okkar er barátta gegn ójöfnuði, félagslegri einangrun og fátækt. Marc Angel, varaforseti Evrópuþingsins sagði: „Það er mikilvægt að setja hluti í lög því að þau eru forsenda þess að hlutirnir breytist“. Og Helena Dalli, jafnréttismálaráðherra Evrópu sagði á fundinum: „Mitt takmark er að búa til sanngjarnt samfélag, laust við útilokun og mismunun, þar sem allir geta tekið þátt. Þegar ég tala við fatlað fólk þá heyri ég dæmi af útilokun, hindrunum á aðgengi að menntun, vinnu, húsnæði á viðráðanlegu verði, félagslegri útilokun og fátækt. Þetta verður að breytast. Fatlað fólk á rétt á öllu því sem aðrir eiga rétt á, skv. SRFF. Allir hafa jafnan rétt. Allt þarf að vera aðgengilegt, skólar, skrifstofur, samgöngur, vinnumarkaður, o.s.frv. Mikilvægt er að öll lönd innan Evrópu lögfesti samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks og valfrjálsu bókunina – svo hægt sé að kæra mál“. Markus Schefer, sérfræðingur í nefnd Sameinuðu þjóðanna um SRFF (CRPD) mælti sérstaklega með því að valfrjálsa bókuninn yrði virkjuð í löndum ESB. Hann sagði ennfremur: „Það á ekki að vera góðvild að veita fötluðu fólki það sem það á rétt á, það er einfaldlega réttur þeirra“.“

En hvernig var andrúmsloftið á fundinum?

„Samhugur og jákvæðni, baráttuandi og sterk krafa um að mannréttindi fatlaðs fólks yrðu virt þannig að fatlað fólk væri metið til jafns við aðra,“ svaraði Þuríður Harpa.

Og hún hélt áfram:

„Góður fundur semsagt sem skilar örugglega. Nadia Hadad sagði: „Líf okkar snýst um baráttu. Í fyrsta lagi þarftu að berjast fyrir að fá að fara í venjulegan skóla, svo þarftu að berjast fyrir að fá að fara í menntaskóla, svo þarftu að berjast fyrir að fá aðgengilegt húsnæði sem þú hefur efni á, svo þarftu að berjast fyrir að fá þjónustu, svo þarftu að berjast fyrir því að þér sé veitt virðing, og svo framvegis. Er eðlilegt að fatlað fólk þurfi að standa í stanslausri baráttu varðandi öll atriði í lífinu? Það á ekki að vera þannig. Við verðum að breyta raunveruleikanum og þurfum aðstoð allra við það“ .“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -