Fimmtudagur 11. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Trausti hefur engar áhyggjur af umdeildum kaupum Kaupfélagsins: „Þetta er löngu tíma­bært skref“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Bændasamtakanna hefur engar áhyggjur af kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á Kjarna­fæði Norðlenska hf. en kaupin voru gerð möguleg með umdeildri lagabreytingu sem samþykkt voru í mars en í þeim eru afurðarstöðvar í kjötiðnaði undanþegnar frá samkeppnislögum.

„Mark­mið frum­varps­ins var að ná fram hagræðingu í slát­uriðnaði hér á Íslandi og með það að meg­in­mark­miði að bæta hag neyt­enda og bænda,“ sagði Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, við mbl.is um málið. „Þetta er löngu tíma­bært skref, að gefa tæki­færi til að lækka fram­leiðslu­kostnað á ís­lensk­um mat­væl­um, og kjötvöru í þessu til­felli. Það á ekki að koma nein­um á óvart að það sé gert, til þess var frum­varpið samþykkt á Alþingi.“

Þá telur Trausti að þetta muni ekki hafa áhrif á verðlag á kjötvöru á Íslandi. „Ég geri ekki ráð fyr­ir því að það muni hækka neitt um­fram aðrar vör­ur á ís­lensk­um markaði. Ég geri ráð fyr­ir því að verð til bænda lag­ist án þess að hafa nei­kvæð áhrif á verð til neyt­enda.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -