Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Tugir fyrirtækja flúið Rapyd

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fátt virðist geta stoppað flótta fyrirtækja frá færsluhirðinum Rapyd en tugir fyrirtækja hafa skipt um færsluhirði undanfarna tvo mánuði.

Í lok október var fjallað um að Arik Shtilman, forstjóri og stofnandi Rapyd, hafi látið hafa það eftir sér að allar aðgerðir Ísrael á Gaza væru réttlætanlegar því að markmiðið væri að uppræta Hamas-samtökin en Shtilman er sjálfur frá Ísrael. Ummæli þessi féllu í grýttan jarðveg hjá íslensku þjóðinni og varð fyrirtækið á einni nóttu eitt það umdeildasta á landinu. Í kjölfarið hófst herferð þar sem fyrirtæki voru hvött til að hætta viðskiptum við Rapyd og var stofnuð heimasíða sem birti hvaða fyrirtæki væru í viðskiptum við fyrirtækið. Stuttu eftir að fjallað var um ummæli Shtilman var greint frá nýjum samstarfssamning fyrirtæksins við HSÍ en var samningurinn gerður til þess að styrkja sérstaklega við ungt afreksfólk í handbolta. Rapyd fékk þó ekki jákvæða umfjöllun um þennan samning heldur varð málið til þess að HSÍ var harðlega gagnrýnt fyrir að halda samstarfi sínu við Rapyd áfram.

Nú er svo komið að tugir fyrirtækja hafa yfirgefið Rapyd og fært viðskipti sín yfir til Landsbankans og Teya, helstu samkeppnisaðila Rapyd, og hægt er að rekja það beint til orða forstjóra Rapyd. Þetta hefur Mannlíf eftir öruggum heimildum úr fjármálaheiminum. Mannlíf sendi Garðari Stefánssyni, forstjóra Rapyd Europe, fyrirspurn um málið fyrir jól en þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -