Sunnudagur 28. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Unglingar vopnaðir exi léku lausum hala

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hópur unglinga lék starfsfólk og viðskiptavini verslunar, í austurborg Reykjavíkur, grátt í gær. Síendurteknar tilkynningar barst lögreglu vegna atgangs og almennra leiðinda. Þegar lögreglan mætti fyrst á staðinn hafði hópurinn tvístrast.

Einhverju síðar barst önnur tilkynning um hópamyndun ungmenna fyrir utan verslunina. Þeirra á meðal var einn vopnaður exi. Sá hinn sami var handtekinn af lögreglu og fluttur á lögreglustöð þar sem vopnið var haldlagt. Eftir viðræður á lögreglustöðinni var aðilinn frjáls ferða sinna. Forráðamönnum og barnavernd gert viðvart um málið.

Martröð starfsfólki verslunarinnar var ekki lokið þar. Lögreglu barst þriðja tilkynningin vegna ölvaðra ungmenna sem enn voru til vandræða við verslunina í austurborginni. Hópurinn hafði lagt atlögu að versluninni og stolið úr henni sér til matar. Einn var handtekinn og honum sleppt eftir viðræður. Forráðamönnum og barnavernd gert viðvart um málið.

Fjórða tilkynningin vegna unglinganna barst einhverju síðar og var hópurinn þá farinn að  ráðast að fólki við verslunina í austurborginni. Ekki er vitað um frekari eftirmála vegna þeirrar tilkynningar.

Töluvert var um ölvun & stimpingar í miðborginni – ásamt því að nokkrir voru handteknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis- og eða annarra vímugjafa segir í dagbók lögreglu. Þá bárust tilkynningar víðsvegar af höfuðborgarsvæðinu vegna grunsamlegra mannaferða, þess á meðal í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ. Þegar lögreglu bar að garði í öllum tilvikunum var ekkert að sjá.

Þá segir jafnframt af ungmennum sem voru samankomin í verslunarmiðstöð. Eitt ungmennanna var vopnað hníf. Lögregla haldlagði vopnið og eftir viðræður var aðilinn frjáls ferða sinna. Hann var sóttur af forráðamanni og barnavernd gert viðvart um málið

- Auglýsing -

Fjórir gistu fangageymslur lögreglu eftir nóttina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -