Björn Zoëga útilokar ekki forsetaframboð að því er fram kemur í Dagens Nyheter.
Um þessar mundir kappkosta fjölmiðlar við að finna mögulega forsetaframbjóðanda, nú þegar Guðni Th. Jóhannesson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér næsta sumar. Fram á sjónarsviðið hafa nokkrir stigið en Björn Zoëga er einn þeirra sem útilokar ekki forsetaframboð.
Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segir það ekki útilokað að hann bjóði sig fram til forseta Íslands í komandi forsetakosningum sem fara fram nú í sumar. Björn greindi frá þessu í samtali við Dagens Nyheter eftir að Andrés Jónsson almannatengill nefndi Björn sem mögulegan arftaka Guðna Th. Jóhannessonar. Guðni hefur gengt embættinu í átta ár en tilkynnti hann það í nýársávarpi sínu að hann ætli sér ekki að bjóða sig fram til endurkjörs.