Laugardagur 26. október, 2024
3 C
Reykjavik

Valgerður segir ásókn í áfengi hafa aukist: „Það er enn­þá stærsta og al­var­legasta vanda­málið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forstjóri lækninga á Vogi segir að minni eftirspurn sé eftir meðferð hjá ungu fólki en að neysla áfengis hafi aukist.

Í gær var greint frá því að innflutningur á kókaíni og neysla þessi hafi aukist og var það mál tengt við þá sex einstaklinga sem sitja í gæsluvarðhaldi sem tengjast innflutningi. Val­gerður Rúnars­dóttir, for­stjóri og fram­kvæmda­stjóri lækninga á Vogi, segir að þau hafi orðið var við þessa aukningu eftir minna fór að bera á Covid.

„Það merki­legasta sem við sjáum í okkar tölum síðustu ár er þessi minni eftir­spurn ungs fólks eftir með­ferð, en það er dramatísk fækkun síðustu þrjú ár. Hins­vegar ef við tökum fólkið sem kemur til okkar á þessum aldri, að þá eru ein­staklingarnir þar í mjög blandaðri og oft al­var­legri neyslu. Um það bil helmingur ein­stak­linga sem kemur er að nota kókaín og eins og hefur verið marg­um­talað, ópíóðana. Þeir eru í hæsta hlut­falli í þessum yngsta neyt­enda­hópi,“ sagði Valgerður í viðtali á Bylgjunni í gær.

Þá hafi áfengisneysla aukist í heimsfaraldrinum.

„Það er enn­þá stærsta og al­var­legasta vanda­málið, það er á­fengið. Lang­flestir fá greiningu á á­fengis­fíkn þó þeir noti oft mikið önnur vímu­efni. Talandi um kókaín, lang­flestir sem koma til okkar og eru með kókaín­fíkn eru líka með á­fengis­fíkn. Sú neysla fer nú oft saman, á­fengi og kókaín, eins og örvandi efni önnur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -