Þriðjudagur 23. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Varað við innbrotahrinu um Verslunarmannahelgina: „Þetta er bara púslu­spil“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þessa dagana gengur yfir innbrotahrina að sögn lögreglu. Fólk er beðið um að gæta verðmæta vel.

Í tilkynningu frá lögreglu fyrir stuttu var fólk minnt á að gæta verðmæta vel því að innbrotahrina stæði nú yfir og oftast gleymi fólk að læsa hurðum þegar það er brotist inn í hús þeirra. „Hvernig kemst ég inn í þetta hús? Hvað gerist þegar ég er kominn inn í þetta hús?“ sagði Ey­þór Víðis­son, öryggis-og lög­gæslu­fræðingur, í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun um málið og sagði að fólk ætti að skoða hús sín vel og pæla í þessum hlutum.

„Segjum að við­komandi ætli inn til þín. Hann er kominn inn í húsið. Hvert fer hann? Hvað er hann lík­legur til að taka? Ertu að fara að sakna þessa hlutar? Er það tölvan með fermingar­myndunum? Hvað geri ég þá við þessa tölvu?“

„Þú setur upp inn­brots­gler­augun. Hvernig ætla ég að skilja við hlutina? Til að mynda getur það skipt sköpum, bara það að læsa milli­hurðum og læsa hurðum. Ef þú ert með lykil inn í hurð í svefn­her­bergi, ef þú læsir henni áður en þú ferð, þá ertu búinn að tefja hann í tuttugu mínútur, hálf­tíma. Setur svo kannski lykilinn ofan í eld­hús­skúffu,“ sagði Eyþór um málið. Sérstaklega er mikilvægt að minna fólk á þessa hluti svona stuttu fyrir Verslunarmannarhelgina, sem er stærsta ferðahelgi ársins.

„Þetta er bara púslu­spil. Eftir því sem þú ert með fleiri púsl því öruggara er heimilið. Mynda­véla­kerfi er eitt púsl, öryggis­kerfi er eitt púsl, ná­granna­varsla er eitt púsl. Eftir því sem þú full­komnar myndina því betur ertu staddur og ert lík­legri til þess að koma í veg fyrir hluti.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -