„Svo mér verði ekki slaufað eins og Ester í bókhaldinu hjá Bónus tel ég rétt að auglýsa þessa frábæru bók hér,“ ritar Brynjar Níelsson fyrrum alþingismaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra á Fésbókarsíðu sinni. Brynjari barst á dögunum eintak af bókinni Þriðja Vaktin eftir Þorstein V. Einarsson og Huldu Tölgyes. Í fréttum helgarinnar kom fram að Þorsteinn hafi sigað fylgjendum sínum á starfsmann Bónus eftir að bókin náði ekki í hillur verslunarkeðjunnar.
Óhefðbundar markaðsleiðir útgefanda bókarinnar erum ýmsar en Brynjari barst bókin í lúguna á heimili sínu: „Hún var ekki bara árituð af höfundum heldur mátti sjá handskrifaðar spurningar til mín og komment á spássíum. Nokkur mikilvæg áhersluatriði voru síðan undirstrikuð með bleki. Má sjá að höfundarnir hafa svipaða skoðun á mér og Bubbi – að ég sé torfbær í jakkafötum.“
Brynjari finnst bókin nauðsynleg á hvert heimili: „ … eins og handbækur eru oft, en lesturinn er álíka skemmtilegur og handbókin um bílinn sem við geymum gjarnan í hanskahólfinu. Ef hjón ætla að lifa algerlega eftir jafnréttishandbókinni og öllu því harðlífi sem þar er að finna tel ég líklegt að hjónabandið endist ekki mjög lengi. Oft betra að skilja áður en hjónin klóra augun hvort úr öðru.“