Þriðjudagur 21. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Vill forðast slaufun: „Tel ég rétt að auglýsa bókina hér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Svo mér verði ekki slaufað eins og Ester í bókhaldinu hjá Bónus tel ég rétt að auglýsa þessa frábæru bók hér,“ ritar Brynjar Níelsson fyrrum alþingismaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra á Fésbókarsíðu sinni. Brynjari barst á dögunum eintak af bókinni Þriðja Vaktin eftir Þorstein V. Einarsson og Huldu Tölgyes. Í fréttum helgarinnar kom fram að Þorsteinn hafi sigað fylgjendum sínum á starfsmann Bónus eftir að bókin náði ekki í hillur verslunarkeðjunnar.

Óhefðbundar markaðsleiðir útgefanda bókarinnar erum ýmsar en Brynjari barst bókin í lúguna á heimili sínu: „Hún var ekki bara árituð af höfundum heldur mátti sjá handskrifaðar spurningar til mín og komment á spássíum. Nokkur mikilvæg áhersluatriði voru síðan undirstrikuð með bleki. Má sjá að höfundarnir hafa svipaða skoðun á mér og Bubbi – að ég sé torfbær í jakkafötum.“

Brynjari finnst bókin nauðsynleg á hvert heimili: „ … eins og handbækur eru oft, en lesturinn er álíka skemmtilegur og handbókin um bílinn sem við geymum gjarnan í hanskahólfinu. Ef hjón ætla að lifa algerlega eftir jafnréttishandbókinni og öllu því harðlífi sem þar er að finna tel ég líklegt að hjónabandið endist ekki mjög lengi. Oft betra að skilja áður en hjónin klóra augun hvort úr öðru.“

Brynjar viðurkennir að hann hafi misskilið hvað fælist í annarri og þriðju vaktinni:
„Í annarri vaktinni eru öll hugsanleg heimilstörf og eru þau listuð nákvæmlega eftir hverju herbergi heimilisins nema svefnherberginu. Er það ljóður á annars frábærri handbók. Svo er talið upp allt sem kann að fylgja heimilislífi og kannski rúmlega það.
Eftir að hafa farið yfir allt sem getur komið upp á annarri vaktinni tek ég eftir að það hallar alls ekki á Soffíu, eins og ég taldi líklegt fyrirfram. Mér sýnist stóru og mikilvægu atriðin hvíla á mér og dútlið, sem litlu eða engu máli skiptir, hjá Soffíu.“
Hann segir það sama gilda um þriðju vaktina að hlutverk hans sé töluvert mikilvægara:
„Ég sé um það sem skiptir máli á þeirri vakt en svona óþarfa afskiptasemi af heimilisfólki og öðrum hvíli á Soffíu. Slík afskiptasemi er að vísu mjög tímafrek þannig að í klukkustundum talið hallar á Soffíu.“
Hér að neðan má sjá færslu Brynjars Níelssonar í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -