Fimmtudagur 28. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Um mál Vítalíu: „Klikkað….. en ekki svo – kynferðisofbeldi hefur verið þaggað niður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vítalía Lazareva steig fram í hlaðvarpinu Eigin konur og sagði frá kynferðisbrotum og áreiti sem hún varð fyrir af hendi þjóðþekktra manna.

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og gaf stjórn Íslandsdeildar alþjóðasamtökanna Transparency International, samtaka gegn spillingu meðal annars út yfirlýsingu, sem má lesa hér í frétt Mannlífs.

Helga Benediktsdóttir, systir Jónínu Ben lætur sig málið varða og lýsir á síðu sinni frá ofbeldi sem hún var beitt og hvað henni finnst um umræðuna síðustu daga:

„ALDREI OF SEINT AÐ SKILA SKÖMMINNI !

Kæru kynsystur,

Ég er ein af þeim sem hef haft þá skoðun á þessum ungu konum sem hafa verið að koma fram með sínar hræðilegu sögur að þær hafi svona kannski mátt sjálfum sér um kenna. Þær hafi komið sér í þessar aðstæður og þetta væri bara gert til að fá athygli. Öll athygli er víst betri en engin. Ég hef átt í orðaskaki við dætur mínar útaf þessari skoðun minni og einsog minni kynslóð er lagið, moka þessu undir sandinn.

- Auglýsing -

Hér er saga mín af kynferðislegu ofbeldi:

Ég er 16 ára á leið til Kanada, mikið spennt ég kem frá litlu þorpi úta landi og ætla að vera eitt ár sem aupair í Montreal.

Hjón með 2 börn, gyðingar og risastórt hús. Ég átti að ég hélt að passa börnin, taka á móti þeim úr skola og kannski hjálpa til við heimilisverkin.

- Auglýsing -

Strax varð það þannig að ég þreif allt húsið, sá um uppvask þvotta og börnin að mestu leiti. Semsagt fullt starf. Fljótlega for húsbóndinn að venja komur sínar heim í hádeginu eldaði sér mat og gerðist mjög vinalegur við mig.

Ég var einmana og hann las mig einsog opna bók. Byrjaði að taka utanum mig og eitt leiddi að öðru. Það var kannski liðinn mánuður og ( nú veit ég ekkert hvað ég á að segja) við vorum farin að stunda kynlíf. Ég taldi mig ástfangna af manni sem var á fimmtugsaldri og gat gert hvað sem hann vildi við mig. Fljótlega for hann að senda vini sína heim og ég átti að þjónusta þá líka. Oft sendu þeir leigubíla eftir mér og ég for til þeirra. Þetta er bara stutta útgáfan en hún nægir.

Klikkað….. en ekki svo því svona menn vita alveg hvað þeir eru að gera og finna veikleikana.

Hvernig get ég, með þessa reynslu sem ég hef mokað undir sandinn og leyft að hafa mjög neikvæð áhrif á mitt líf, hvernig get ég sem sjálf hef upplifað niðurlæginguna, sjálfsásökina og leyft þessu að hafa áhrif á allt mitt líf, hvernig get ég ekki trúað þessum ungu konum og hvatt þær áfram í baráttunni ?

Hingað til hafa konur leyft karlmönnum að beita sig kúgun og ofbeldi. Ég þekki mörg dæmi þess að fullorðnir karlmenn hafi misnotað ungar stúlkur, að ég tali nú ekki um stúlkur sem hafa leiðst úti neyslu af einhverjum ástæðum, oft þeim sem hér er talað um.

Ég vill ekki trúa því að þessir menn séu í eðli sínu vondir menn, fæstir allavega. En það er eitthvað að siðferðinu hjá sumum sem á þessu augnabliki segir þeim að þetta sé í lagi. Þetta þarf að laga og fyrsta skrefið er að tala um hlutina.

Hér skrifar miðaldra kona sem eftir atburði síðustu daga hefur gersamlega sannfærst um að henni beri að trúa þessum ungu konum.

Í gegnum aldirnar hefur kynferðisofbeldi verið þaggað niður en nú koma fram ungar sterkar konur sem hafa ákveðið að tala.

Frábært hjá þeim og áfram stelpur.

Þetta gætu jú verið mínar/þínar dætur !!“

Helga Benediktsdóttir. Skjáskot/facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -