Fimmtudagur 18. júlí, 2024
13.1 C
Reykjavik

Ísabella Von kemst mögulega inn í annan skóla um áramótin: „Það ljóta næstum því drukknar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tólf ára stúlkan – sem lögð var í hrotta­legt ein­elti af sam­nem­endum sínum og reyndi að svipta sig lífi í kjöl­fariðÍsa­bella – Ísabella Von, er farin að leita sér að nýjum skóla.

Hringbraut segir svo frá.

Ísabella Von segir einn skóla koma sér til hugar; skóli þar sem á­hersla er lögð á í­þrótta­starf.

Og vonast hún vonast eftir því að hún komist inn eftir ára­mót.

Móðir hennar, Sæ­dís Hrönn Samúels­dóttir, telur það hafa hjálpað mikið að segja opin­ber­lega frá því hræðilega of­beldi sem dóttir hennar varð fyrir og setti íslenskt samfélag nánast á hliðina – enda hrikalegt að heyra hvað þessi hugrakka tólf ára stúlka hefur gengið í gegnum í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði.

Ísa­bella Von er sammála móður sinni; segist ekki vera eins hrædd og hún var áður.

- Auglýsing -

Mikill fjöldi fólks og fyrir­tækja hefur sýnt Ísabellu Von og móður hennar mikinn stuðning, og hafa þær fengið nokkrar veg­legar gjafir:

„Þetta vegur alla­vega vel og vand­lega á móti þessu ljóta. Það ljóta næstum því drukknar.“

Sædís segir þær vera tvær vera ó­endan­lega þakk­látar.

- Auglýsing -

Sæ­dís segir að það sé heldur engin lausn að vera vond við ger­endur Ísa­bellu:

„Nei, þau eru bara börn líka, þau þurfa líka hjálp,“ segir hún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -