Tólf ára stúlkan – sem lögð var í hrottalegt einelti af samnemendum sínum og reyndi að svipta sig lífi í kjölfariðÍsabella – Ísabella Von, er farin að leita sér að nýjum skóla.
Ísabella Von segir einn skóla koma sér til hugar; skóli þar sem áhersla er lögð á íþróttastarf.
Og vonast hún vonast eftir því að hún komist inn eftir áramót.
Móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir, telur það hafa hjálpað mikið að segja opinberlega frá því hræðilega ofbeldi sem dóttir hennar varð fyrir og setti íslenskt samfélag nánast á hliðina – enda hrikalegt að heyra hvað þessi hugrakka tólf ára stúlka hefur gengið í gegnum í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði.
Ísabella Von er sammála móður sinni; segist ekki vera eins hrædd og hún var áður.
Mikill fjöldi fólks og fyrirtækja hefur sýnt Ísabellu Von og móður hennar mikinn stuðning, og hafa þær fengið nokkrar veglegar gjafir:
„Þetta vegur allavega vel og vandlega á móti þessu ljóta. Það ljóta næstum því drukknar.“
Sædís segir þær vera tvær vera óendanlega þakklátar.
Sædís segir að það sé heldur engin lausn að vera vond við gerendur Ísabellu:
„Nei, þau eru bara börn líka, þau þurfa líka hjálp,“ segir hún.