Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Íslenska ríkið viðurkennir brot – Fengu dóm fyrir kynferðisbrot og amfetamínsmygl

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska ríkið hefur viðurkennt brot gegn fjórtán kærendum í málum sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur lokið meðferðar á. Fréttablaðið fjallaði fyrst um niðurstöðuna en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður flestra kærendanna. Málunum lýkur með yfirlýsingu ríkisins um brot, að greiddar verði 4.000 evrur til hvers kæranda í málskostnað auk þess að eiga kost á krefjast endurupptöku síns máls hjá endurupptökudómi.

Auk fjórtán kærandanna hefur ríkið gert dómsátt við tvo til viðbótar. Eru það þeir Atli Helgason, sem vildi fá aftur lögmannsréttindi sem hann missti er hann fékk dóm fyrir manndráp og  Gunnlaugur Briem, sem var dæmdur fyrir skattalagabrot.
Málin eiga það öll sameiginlegt að hafa verið höfðuð vegna ólöglegrar skipan dómara við Landsrétt.

Meðal kærenda eru Fjölnir Guðsteinsson og Eldin Skoko, sem báðir fengu dóm fyrir nauðgun. Jens Guðmundsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, fyrir brot í starfi og Ottó Örn Þórðarson fyrir amfetamínsmygl. Þá greinir Fréttablaðið frá því að allir kærendur eigi nú kost á að krefjast endurupptöku en ekki liggur fyrir hverjir fari fram á það að svo stöddu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -