Laugardagur 7. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Jóhann Páll segir að markmiðið sé að „enginn öryrki verði skilinn eftir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóhann Páll Jóhannsson – þingmaður Samfylkingarinnar – segir að „stjórnarandstaðan [sé] sameinuð um breytingar í þágu öryrkja“ og að málið snúist „um að enginn öryrki verði skilinn eftir.“

Hann bætir því við að „það gleður mig að greina frá því að fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka í velferðarnefnd Alþingis standa saman að breytingartillögum við frumvarp ríkisstjórnarinnar um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu.“

Jóhann Páll segir að „markmiðið er að knýja fram breytingar í krafti samstöðu. Það eru ýmis skref í rétta átt í frumvarpinu – en ég hef einnig bent á stórhættulega ágalla sem verður að laga.

Með aðstoð ÖBÍ og Þroskahjálpar höfum við þegar náð fram ákveðnum breytingum. En margt stendur út af og breytingartillögur okkar snúa að fimm atriðum:

(1) Fjárhæð heimilisuppbótar hækki svo enginn öryrki verði skilinn eftir.

(2) Öryrki í atvinnuleit fái aukið svigrúm til að finna starf við hæfi án þess að virknistyrkur falli niður.

- Auglýsing -

(3) Skerðing á örorkulífeyri vegna fjármagnstekna maka verði afnumin.

(4) Hafið verði yfir allan vafa að enginn sem þegar hefur fengið örorkumat verði þvingaður í hið nýja „samþætta sérfræðimat“.

(5) Alþingi fái skýrslu frá ráðherra um útfærslu á samþættu sérfræðimati – sem á að koma í stað örorkumats en er enn algjörlega óútfært.“

- Auglýsing -

Jóhann Páll færir í tal að hann hafi nýverið boðið „öryrkjum Íslands til Alþingis til að ræða örorkufrumvarpið og þessar tillögur voru smíðaðar í kjölfarið. Meðflutningsmenn eru þau Arndís Anna K. Gunnarsdóttir í Pírötum, Bergþór Ólason í Miðflokki, Guðbrandur Einarsson í Viðreisn og Guðmundur Ingi Kristinsson í Flokki fólksins.“

Segir að endingu:

„Um er að ræða eins konar lágmarkskröfur – sem eru svo hófstilltar og í raun sjálfsagðar að við trúum ekki öðru en að meirihlutinn á Alþingi geti fallist á þær. Þetta er risastórt velferðarmál sem varðar ekki aðeins alla öryrkja Íslands heldur einnig vinnandi fólk sem getur misst starfsgetu í framtíðinni, ef það veikist til dæmis eða lendir í slysi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -