Föstudagur 19. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Jón Ívar með leiðina úr Covid-faraldri: „Erfitt að réttlæta að láta suma vera algjörlega óvarða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvardháskóla, leggur til að Íslendingar fylgi fordæmi Breta í bólusetningum. Þannig ættum við að lengja bilið milli fyrri sprautu og þeirrar síðari upp í þrjá mánuði og með því komumst við fyrr út úr faraldrinum.

Prófessorinn viðrar álit sitt í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann leggur til breytta aðferðarfræði við bólusetningar hér og með henni náum við að flýta endalokum faraldursins. Svo einfalt er það.

Máli sínu til stuðnings bendir Jón á að faraldurinn virðist í rénum á heimsvísu og því sé framtíðin björt. „Meira að segja í Bandaríkjunum hefur tilfellum fækkað um 75% síðan hápunktinum var náð. Dauðsföllum hefur ekki fækkað eins mikið, en líklegt er að þeim fækki hratt á næstu vikum. Nú berast líka þær góðu fréttir að fyrri skammtur Pfizerbóluefnis virðist gefa nálægt 85- 90% vernd gegn Covid-19. Seinni skammturinn hækkar þessa tölu upp í 95%. Seinni skammturinn eykur því virkni ekki mikið,“ segir Jón.

Útfrá þeirri staðreynd hversu lítill munur á virkni er á milli fyrri og seinni skammts bóluefnis leggur Jón það til að auka bilið á milli skammtanna upp í þrjá mánuði á milli, líkt og Bretar hafa gert með góðum árangri. Það gera Bretar til að geta bólusett sem flesta á sem skemmstum tíma og hámarka þannig þá vernd sem bóluefnið veitir samfélaginu í heild. „Nú er ekki vitað hversu lengi bóluefnin verja okkur og á það við bæði ef við fáum einn skammt eða tvo. Hins vegar eru vísbendingar um að jafnvel sé betra að bíða lengur með seinni skammt bóluefnis til að fá langtímavernd. Svo virðist sem Bretar hafi veðjað á réttan hest og hefur nýsmitum í Bretlandi fækkað um 80% síðan 10. janúar, þrátt fyrir hið „bráðsmitandi“ breska afbrigði, segir Jón og heldur áfram:

„Þegar niðurstöður rannsókna gefa til kynna mjög góða vernd eftir einn skammt bóluefnis þá er siðferðilega erfitt að réttlæta að láta hluta fólks vera algjörlega óvarið á meðan aðrir fikra sig úr 90% í 95% vernd.“

Jón Ívar telur að enn eigi margvísleg áhrif sóttvarnaraðgerða hér á landi eftir að koma fram. Sem dæmi nefnir hann frestun nauðsynlegra skurðaðgerða, aukið heimilisofbeldi, aukna áfengisneyslu og aukið ofbeldi gegn börnum.

- Auglýsing -

„Þetta alvarlega ástand á Íslandi skapast að mestu vegna aðgerða gegn Covid-19 en leggst misjafnlega illa á samfélagið. Þeir sem eru í fílabeinsturni akademíunnar og/eða í þægilegu starfi hjá ríkinu hafa það bara nokkuð gott. Það eru þessir aðilar sem hafa mestan aðgang að fjölmiðlum og stýra því umræðunni,“ segir Jón.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -