Sunnudagur 19. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Kári Stefánsson svartsýnn og segir annað barnaskap: „Fjórða bylgjan komin í öllu sínu veldi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir smittölur dagsins ógnvekjandi.
Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki greinst fleiri síðan 30. nóvember.

Kári segir í samtalið við Vísi: „Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi. Ég held að það væri barnaskapur að reikna með einhverju öðru.“
Hann segir líklegt að smitin sem greinst hafa hér séu nú þegar búin að dreifast víða.

Kári segir að unnt verði að hefta útbreiðslu faraldursins ef öllu verði skellt í lás fram yfir páska og vonast hann til að það verði niðurstaða stjórnvalda. Kári vill að samkomutakmarkanir verði sambærilegar þeim hörðustu sem voru hér á landi fyrr í vetur.

Kári hefði viljað loka öllu strax á mánudag þegar fyrstu vísbendingar voru um að breska afbrigði væri byrjað að dreifast hér á landi.
„Ef við gerum þetta myndarlega strax þá getum við komist fyrir þetta á skömmum tíma. Við höfum hreyft okkur aðeins of hægt og það hefði verið skynsamlegt að gera þetta strax á mánudag en stjórnvöld gera þetta vonandi í dag og þá eigum við smá séns,“ segir Kári í samtali við RÚV.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gefið það út að herða þurfi eftirlit á landamærunum og vonar Kári að stjórnvöld hlusti á ráð Þórólfs.
Nú rétt fyrir hádegi skilaði Þórólfur inn minnisblaði til Svandísar Svansdóttur heilbrigðisráðherra, með tillögum að hertum aðgerðum innanlands. Fela þær í sér töluverðar takmarkanir.

Gert er ráð fyrir að boðað verði til blaðamannafundar af hálfu ríkisstjórnarinnar seinni part dags.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -