Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Körfuboltaþjálfarinn Árni Eggert Harðarson var rekinn vegna skilaboða: „Þetta var ekkert dónalegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það var óviðeigandi að senda skilaboð en skilaboðin sem slík voru ekki klámfengin eða nokkuð slíkt,“ segir Árni Eggert Harðarson, körfuboltaþjálfari í samtali við Vísi.

Árni Eggert var rekinn úr starfi hjá körfuknattleiksdeild Hauka; mun þess vegna ekki heldur starfa meira fyrir KKÍ, vegna skilaboða til unglingsstúlkna:

„Þetta mál er bara í skoðun og vinnslu. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég veit bara að þetta er í vinnslu hjá samskiptaráðgjafa og innan KKÍ,“ sagði Árni Eggert í spjalli við Vísi í dag.

Árni Eggert var rekinn frá Haukum eftir að ábending barst frá öðru félagi um að hann hefði sent 15 og 16 ára leikmönnum þess óviðeigandi skilaboð.

Kemur fram að málinu var vísað til samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs og er komið inn á borð barnaverndaryfirvalda sem og lögreglu.

Árni Eggert gegndi starfi aðstoðarþjálfara U15-landsliðs drengja og U16-landsliðs stúlkna; hann segir skilaboðin ekki hafa verið óviðeigandi; fyrst og fremst snúist málið um ráðleggingar varðandi körfubolta. Síðan hafi samtölin leiðst út í önnur atriði:

- Auglýsing -

„Þetta var ekkert dónalegt. Ég sendi skilaboð. Ég fékk skilaboð og ég svaraði skilaboðum. Þetta voru ábendingar um hvað hægt væri að gera betur í körfubolta. Þær voru að spyrja um ráð gegn kvíða og stressi. Ein var í vandræðum í skóla,“ segir Árni Eggert. Bætir við að um sé að ræða skilaboð til að minnsta kosti fjögurra stúlkna; mögulega séu þær fleiri, og að engin af þeim hafi verið leikmaður Hauka:

„Ég skil alveg ef að þú sem foreldri sérð að fullorðinn maður er að senda barninu þínu skilaboð og þú þekkir ekki manninn betur en það… En það var ekkert í þessum skilaboðum sem var illa meint. Það var enginn annarlegur tilgangur með þeim.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -