Fimmtudagur 18. júlí, 2024
11.1 C
Reykjavik

Kringlan brennur – Iðnaðarmenn voru að bræða pappa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Talsverður eldur kviknaði í þaki verslunarmiðstövarinnar Kringlunnar nú áðan; er allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu komið á staðinn til að reyna að ráða niðurlögum eldsins.

Segir vaktstjóri hjá slökkviliðinu að eldurinn hafi kviknað er iðnaðarmenn voru að störfum á þaki Kringlunnar; voru þeir að bræða pappa.

Eldurinn brennur á þaki verslunarmiðstöðstöðvarinnar; á þeirri hlið er snýr að Hvassaleiti.

Ekki hafa orðið meiðsl á fólki samkvæmt slökkviliðinu.

Hér er um að ræða talsvert mikinn eld – að sögn vaktstjóra slökkviliðsins; nánast ómögulegt er að segja til um hvenær hægt verður að ráða niðurlögum eldsins, en slökkviliðið er á því að eldurinn sé að færa sig úr burstinni – þar sem hann kom upp – og niður í flata þaksins sem er þar fyrir neðan.

Lögregla hefur stækkað lokunarsvæði við Kringluna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -